Ungfrú Ísland.is keppnin verður haldin í þriðja sinn þann 23.
mars næstkomandi á Nasa og verður sýnd í beinni
útsendingu á Stöð 2. Rottweilerhundar og Svala Björgvins
munu koma þar fram ásamt því að GK, Sand, Topshop og
Casall frá Intersport verða með tískusýningar.
Keppnin hefur verið að fá góða umfjöllun í erlendum
fjölmiðlum og má þar helst nefna 6 blaðsíðna grein í GQ og
forsíðu og þriggja blaðsíðna umfjöllun í USA Today.
Menningar og tískublaðið Undirtónar er eitt af styrktaraðilum
keppninnar. Í næsta blaði Undirtóna munu birtast myndir af
stelpunum auk þess sem þar mun koma fram upplýsingar
um það hvernig fólk getur kostið og þau númer sem hver
stelpa hefur í keppninni. En á vef Undirtóna gefst fólki nú
kostur á að gefa skoðun sína á því hvaða stúlka því finnst
flottust af þeim 11 sem taka þátt í Ungfrú Ísland.is. Undirtónar
hvetja alla til að taka þátt og gera keppnina skemmtilega og
spennandi.
- valið fer fram á www.undirtonar.is!
- Heimasíða keppninnar sjálfrar er á www.ungfruisland.is