Einhver þarna talar um félagsleg og andlega vandamál hassneyslu. Framtaksleysi, paranoja o.s.frv.
Er einhver að missa af því að þeir sem neyta áfengis í miklum mæli verða líka fyrir miklum vandamálum. Málið er að það er hægt að misnota allt, en það er líka hægt að njóta þess í góðu hófi.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands komsts nýlega að því að þeir gætu ekki bannað fólki að eiga hass til einkanota, þar sem það veldi ekki meiri skaða en pakki af sígarettum eða tvö rauðvínsglös. Aftur á móti er sala og dreifing ennþá bönnuð.
Ekki er hægt að setja öll fíkniefni undir sama hatt, auk þess eru þeir sem neita þeirra mjög breiður hópur. Við köllum ekki alla sem drekka alkólista, eins getum við ekki kallað alla sem neyta fíkniefna fíkla eða eiturlyfjasjúklinga.
Það er engin spurning að hægt er að neyta kannabis í hófi. Ég reyki u.þ.b. 4 sinnum í mánuði í góðu yfirlæti með vinum mínum. Ég er í góðri vinnu og hef engan áhuga á því að fara reykja daglega. Mín fyrsta hugsun á morgnanna er ekki að reykja hass eins og sumir virðast halda heldur hvernig ég ætla takast á við verkefni dagsins. Lýsingar hér að ofan eru flestar af stórneytendum. Mjög auðvelt væri að finna drykkjusjúkling sem bæri áfenginu ekki góða söguna….ætli hans fyrsta hugsun á morgnanna sé ekki að drekka?
Sá undirheimaiðnaður, með öllu sínu ofbeldi og glæpum er bein afleiðing bannsins. Það ætti að lögleiða öll fíkniefni. Við hættum ekkert að vita um skaðsemi þeirra þótt þau séu lögleidd. Bannið leiðir af sér mun meiri glæpi og ofbeldi en eðlilegt getur talist. Nóg er að benda á áfengisbannið í BNA, almennileg skipulögð glæpastarfssemi varð ekki að veruleika í BNA fyrr en því var komið á, slíkt bann elur vandamál af sér.
Merkilegt að fólk tekur alltaf þá einstaklinga sem hafa orðið harðast úti af neyslu fíkniefna, en horfa alveg framhjá drykkjuvandamálum. Það virðist finna sér einn vímugjafa og halda að það geti sett sig á stall gagnvart öðrum, slíkt er kallað hræsni í orðabókum.
Ég hef lesið mér töluvert til um málið og þá sérstaklega greinar Milton Friedmans hagfræðings. Málið er tiltölulega einfalt.
Síðan er annað mál siðferðin á bakvið bannið. Ég er alveg tilbúin til að búa í þessu samfélagi. En ég get ekki viðurkennt rétt ríkisins til að banna mér að skaða sjálfan mig þegar það leyfir áfengi og tóbak. Forsjárhyggja er eitthvað versta hugtak sem hefur komið upp í stjórnmálum. Ég viðurkenni ekkert rétt einstaklinga innan ríkisins til að hugsa fyrir mig. Ég misnota ekki kannabis og það fer mikið í taugarnar á mér að ég sé álitin glæpamaður því ég vill njóta þess. Ég get fyllilega viðurkennt réttin til að vernda aðra, en að banna mér að gera eitthvað sem kemur engum öðrum við hefur ríkið einfaldlega ekki rétt á.
Hassneysla unglinga í Hollandi hefur minnkað frá lögleiðingu allstaðar nema í Amsterdam enda er það ákveðin fíkniefnamiðstöð. Í öllu Hollandi nema Amsterdam hefur glæpatíðni lækkað, ofbeldisglæpum fækkað og morðum. Ef hass væri lögleitt um alla Evrópu væri Amsterdam ekki slík miðstöð. Þessar tölur er hægt að fá frá Hagstofu Hollands.
Veldi táranna er lokið. Fátækrahverfin verða bráðum aðeins minningar. Við munum breyta fangelsum okkar í verksmiðjur og fangageymslunum í vöruhús og korngeymslur. Menn munu loks ganga uppréttir, konur munu brosa og börn hlæja. Helvíti mun verða útrýmt fyrir fullt og allt.“
Það var þannig sem Billy Sunday, hinn þekkti hvítasunnumaður og leiðtogi baráttunnar gegn ”djöflarommi", fagnaði áfengisbanninu árið 1920. Við vitum öll nú hversu hrapallega honum skjátlaðist. Ný fangelsi og fangageymslur spruttu upp til þess að hýsa þá glæpamenn sem til urðu þegar áfengisdrykkja varð glæpur gegn ríkinu. Áfengisbannið gróf undan virðingu fyrir lögum, spillti laganna vörðum, skapaði úrkynjað siðrænt andrúmsloft - en stöðvaði ekki áfengisneysluna. Sama gildir um bann við fíkniefnum.
Stöndum vörð um rétt okkar og lögleiðum fíkniefni.
Milan