Það er víst talið kúl að vera óþægur unglingur en góðu krakkarnir eru stundum útskúfaðir. afhverju? er það eitthvað sniðugt að vera úti að drekka sig fullan í einhverju Partýum og ríða hverju sem er. ég og allir hinir nördarnir í skólanum skiljum þetta ekki. Þetta er ekki kúl.
Mannskepnan sem slík er grimm og vægðarlaus.
Upphafleg Ensk merking á orðinu ‘Nerd’ er ‘wannabe, someone who wants to be someone else’ en ég held að ég geti staðfest það að merking þess í daglegu tali er allt önnur.
Við vinirnir vorum að ræða hvað nörd væri í raun og veru (enda höfum við allir verið útskúfaðir úr cool samfélaginu). okkur datt þónokkrar ástæður í hug og hér koma nokkrar þeirra:
ATH að þessar lýsingar eiga aðallega um unglinga
Sterkur áhugi
Sennilega sterkasta skýringin á nördum er sú að nörd sé einhver sem hefur óhóflega mikinn áhuga á ákveðnu efni. Þessi hópur nörda greinist í fleiri undirflokka. t.d. Tölvunörd, Skátanörd, Íþróttanörd (já Íþróttanörd), kvikmyndanörd osfr… Þetta gerir það að verkum að tíma Áhuganördans er eitt í aðallega þetta eina áhugamál og leiðir þar af leiðandi að því að fólk hættir að umgangast nördan vegna þess að það mun hvort eð er ekki ná tengslum við nördan. Þegar engin tengsli nást er einstaklingurinn oft útundan og fær þá á sig stimpilinn ‘Nörd’. JReykdal kom einmitt inná þetta á korknum ‘nördasta áhugamálið’.
Stimpilnörd
Stimpilnördar eru einstaklingar sem stunda eitthvað athæfi sem hefur verið útskúfað af samfélaginu. t.d. Skák, skátar, heimalærdómur osfr… Þessi athæfi fengu einhvern tímann fyrir löngu á sig neikvæðan stimpil af óskiljanlegum ástæðum. Fólk sem er stimpilnördar eru ekki eins niðursokknir í sitt áhugamál eins og áhuganördar og getur jafnvel verið mjög skemmtilegt fólk. Samt sem áður fær það að vera nördar afþví að þau stunda eitthvað sem samfélagið bannar og þykir ‘nördalegt’.
Félagslega heftur einstaklingur
Nafnið segir allt sem segja þarf. Sumt fólk hefur einfaldlega ekki hæfileika til að umgangast annað fólk eða er oft stirt uppá manninn. Fyrir það er því útskúfað og fryst. Þetta fólk getur ekkert gert útaf ástandi sínu. Það einfaldlega getur ekki látið eins og stereótýpan, sem er alls ekki slæmt og engin ástæða til að vera með eitthvað bögg. Reynið frekar að hjálpa þessu fólki að læra að umgangast annað fólk. Það er þessi týpa sem á yfirleitt í mestum erfiðleikum.
Öðruvísi
Sá sem er öðruvísi en stereótýpan er Nörd samkvæmt skilgreiningu samfélagsins. Þannig er það bara og það eru ekkert nema fordómar og grunnsæi. Fólki virðist bara vera auðveldara um að brjóta aðra niður og benda á vankanta þeirra í staðin fyrir að líta á góðu hliðarnar.
Wannabe
Sumir eru taldir nördar afþví að þeir vilja vera annað en þeir eru. Allveg eins og í gömlu ensku orðabókinni. Ekkert meira að segja um það.
Ljótt fólk
Þetta er grimmasta útskýringin á nörda, fólk dæmir aðra vegna útlits og útskúfar úr samfélaginu. Það er ekkert hægt að gera í því að öðrum finnist maður ljótur, fegurðin kemur að innan og feguðin getur ekki brotist út ef vantar sjálfstraustið og sjálfstraustið hverfur um leið og maður er stimplaður ljótur. EKKI DÆMA FÓLK EFTIR ÚTLITI!
Valdimar Víðisson (gamli kennarinn minn)
Það eru engir ljótir, bara misfallegir
Öfundaður
Fólk sem er gott á ákveðnu sviði er oft öfundað af náunganum og þá er ekkert aðveldara en að segja einfaldlega: Þessi gaur er nörd; það er víst auðveldara að segja það heldur en að játa að maður líti up til nördsins. fyrir mörgum árum hófst sú þróun að ef fólk öfundaði annað fólk, sagði það einfaldlega: ‘nörd’. Sú vitneskja að maður sé nörd ef maður er góður á ákveðnu sviði, hefur síðan borist áfram með kynslóðum. Gott dæmi eru þeir sem standa sig vel í skóla eru oft kallaðir Nörd.
Þroskanörd
þrátt fyrir að allar undantaldar kenningar séu góðar er mín kenning þessi: Þeir sem Þroskast annaðhvort hraðar eða hægar en jafnaldrar sínir eru taldir Nördar. Þeir sem þroskast hraðar fara að skilja hluti og tilfinningar betur en aðrir. Þegar þeir vilja svo tjá sig við jafnaldra skilja félagarnir ekkert hvað maður er að tala um og kasta þeirri staðfestingu fram að maður sé skrítinn og af því leiðir er maður nörd. Fljótþroska fólk á líka oft erfitt með að höndla álagið sem heilinn fer í gegnum við þroskann, sérstaklega afþví að það gerist svo hratt. Seinþroska fólk er akkuratt öfugt við þetta. Þeir hafa náð minni þroska en jafnaldrar og skilja því ekki hvað er í gangi og eru þess vegna taldir heimskingjar og þar af leiðandi nördar.
kenningarnar um Þroska og Öfund spila ákveðið hlutverk í heilræðum Bill Gates þ.e.:
Nördinn Bill GatesMér þykir nú nokkuð til koma í þessum orðum, þar sem Öfundarnördar og þroskanördar eru oft þeir sem ná lengst í lífinu, ekki neita því, það er satt. (Það hefur reynslan allavega kennt okkur)
Be nice to the Nerds at your school, you'll probably end up working for one of them.
núna er ég hættur að kalla aðra nörda, ég gerði það áður en ekki lengur
ATH að þetta eru bara hugleiðingar en ekki staðreyndir og er ætlast til að þeim sé tekið þannig. Ekki böggast útaf uppsetningu, málfari, stafsetningu osfr. En endilega komið af stað líflegri umræðu.
Kveðja- MafuZa nörd