Rakst á athyglisverðan hlut sem ég bara varð að deila með öðrum… Flash Mob.
Þetta er búið að vera gríðarlega vinsælt erlendis og tími til kominn að nýjungagjarna þjóðin Ísland prófi þetta!
Fólk hefur verið að mæta í svona flashmob til að gera eitthvað öðruvísi. Skilst að fyrsta flashmobbið verði haldið á austurvelli 20 maí nk… mæting klukkan 15:55 og klukkan 16:00 eiga allir að snúa sér að Alþingi og setja sig í Karate Kid stellinguna! Eftir það eiga allir að láta sig hverfa.
Svo er búið að setja annað mobb í gang.. hugleiða fyrir framan útlíf í smáralindinni…spurning hvað kemur næst.
Mér finnst þetta sniðugt.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Tók þetta af www.flashmob.is fyrir þá sem vita ekki hvað flashmob er…
“Flash mob er óvænt og skyndileg samkoma hóps af fólki á fyrirfram ákveðnum stað á fyrirfram ákveðnum tíma. Fólkið í flash mobbi framkvæmir venjulega einhvern gjörning samkvæmt ákveðnu handriti, og síðan tvístrast fólkið fljótt. Flash mob getur haft ýmsan tilgang en aðallega tekur fólk þátt í því til að skemmta sér og gera eitthvað öðruvísi.”