Spurning 1: Ef að þú vissir af óléttri konu sem að ætti 8 börn fyrir. Þrjú þeirra eru heyrnarlaus, tvö eru blind, eitt er fatlað og þriðja með sýfilis; Myndirðu mæla með því að hún færi í fóstureyðingu eða myndirðu ráðleggja henni að eiga barnið ? Lestu næstu spurningu áður en þú skrollar niður og kíkir á svarið við þessarri ?
Spurning 2: Segjum að nú væri alþjóðakosning og kjósa ætti nýjan leiðtoga heimsins. Þitt atkvæði myndi skipta sköpum í kosningunni og þrír aðilar eru í framboði. Hér koma staðreyndirnar um þessa þrjá aðila.
Frambjóðandi A:
Er í samkurli við spillta stjórnmálamenn og ráðfærir sig við stjörnufræðinga. Hann hefur átt tvær hjákonur, hann keðjureykir og drekkur 10 Martini drykki á dag.
Frambjóðandi B: Hefur verið rekinn úr starfi tvisvar, sefur til hádegis. Notaði Ópíum í framhaldsskóla og drekkur hálfa viskýflösku á hverju kvöldi.
Frambjóðandi C: Hann er verðlaunuð stríðshetja og grænmetisæta. Hann reykir ekki, fær sér bjór stöku sinnum og hefur aldrei staðið í framhjáhaldi
Hvern af þessum frambjóðendum myndirðu kjósa ?
Hugsaðu þig um áður en þú svarar..
.
.
.
.
.
Frambjóðandi A er Franklin D. Roosevelt
Frambjóðandi B er Winston Churchill
Frambjóðandi C er Adolf Hitler
Og ef þú ert að velta fyrir þér að senda konuna úr spurningu eitt í fóstureyðingu þá varstu að drepa Ludwig Van Beethoven. Áhugavert ekki satt. Fær mann til að hugsa um að vera ekki of dómharður á fólk. Muniði það; Það voru óreyndir byrjendur sem að byggðu Örkina hans Nóa en atvinnumenn sem smíðuðu Titanic !
uhh ha?