Ég var ekki alveg viss hvar ég ætti að setja þessa grein, en ég helda að þetta sé ágætur staður…
Ég hef tekið eftir þessu mjög mikið hérna á huga, þessum svakalegu fordómum. Ef að þú ert komin/nn á aldurinn 12-13, þá ertu gelgja, og þá færðu að sæta líklega mestu fordómum sem þú átt eftir að verða fyrir á ævi þinni.
Það er aldrei tekið mark á manni, og allir tala um “þessar gelgjur” á mjög niðrandi og leiðinlegann hátt. Gelgjurnar eru vitlausar, gelgjurnar eru heimskar, gelgjurnar eru þetta og hitt. Er ekki í lagi með fólk? Ég held ekki að allar gelgjur séu heimskari heldur en annað fólk, eða að þær séu allar(allar stelpurnar) flissandi og pískrandi og allt þetta dæmi.
Þegar að það er verið að tala um tónlist, til dæmis um hljómsveitina Nirvana, þá hef ég oft heyrt “það eru ekki bara gelgjurnar sem hlusta á þetta”. Og hvað með það þótt að það væru bara unglingar sem hlustuðu á þessa tónlist? Væri hún eitthvað verri fyrir það?
Svo er það líka þetta orð, gelgja, það hefur tekið sér sess sem mjög niðrandi orð yfir unglinga. “Haltu bara kjafti, helvítis gelgjan þín” er eins slæmt og að segja “Haltu bara kjafti, helvítis hóran þín” eða eitthvað.
Það var talað um í einni grein hérna á huga, að á unglingsárunum værirðu ljótastur. Þú værir með bólur alls staðar og þú værir að reyna að finna þitt rétta útlit. Er þetta virkilega það sem fólki finnst? Þeir sem eru með bólur voru ekki að biðja um þær, þær tróðu sér bara upp á þá. Og finnst ykkur virkilega t.d. 14 ára stelpur ljótari heldur en 70 ára kellingar? Er þetta virkilega raunhæft að segja, að þú sért ljótastur á unglingsárunum, er það raunhæft að koma með þessa staðhæfingu? Það finnst mér ekki.
Það er einfaldlega mjög leiðinlegt að vera unglingur nú til dags. Það hata allir unglingana, og það eru allir með svakalega fordóma gegn þeim.
Segið mér eitt, er eitthvað skrítið að ég vilji ekki sýna hvað ég er gömul í upplýsinga dálknum um mig? Ef að fólk vissi að ég væri 13 ára þá myndi það ekki taka neitt mark á mér.
Ég er tilbúin til að gera margt til að sanna það að það er eitthvað vit í “gelgjunum”, og til að reyna að drepa þessa fordóma gegn þeim.