Nörd, enn á ný... Ég var að fara yfir nokkrar gamlar greinar og þar sem mér þótti nú ótrúlegt að
eitthvað álit á grein frá 7. maí væri lesið af mörgum ákvað ég að skrifa eina
sjálfur.

Þessar tilteknu greinar báru nöfnin “Að vera, eða ekki að vera nörd” eftir Bzzhar,
og hin var “Að vera ekki nörd” eftir boltari. Báðar dagsettar 7. maí 2003.

Mig langar að leiðrétta vissan misskilning um að nörd séu hallærisleg fífl sem þori
engu og gera ekkert sem eru meira en 0.03% líkur á að misheppnist.

Þessa skýringu rakst ég á á Vísindavef Háskóla Íslands (www.visindavefur.hi.is):

“Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd
en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og
bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað.

Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði
yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála
eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem
einkennilegan klæðaburð.

Orðið er aðallega notað meðal yngra fólks, einkum unglinga, og hefur í hugtakinu
nokkurn veginn slegið saman því sem meint er með orðunum ‘auli’ og ‘kúristi’.

Orðið hefur sérstaklega fest við þá sem beina áhuga sínum að tölvum og tækni.
Þegar orðið er þannig notað er það ekki lengur óhjákvæmilega niðrandi, heldur
oft aðeins lýsandi – tölvunörd er maður sem hefur óvenju mikinn áhuga og/eða
þekkingu á tölvumálum.

Orðið hefur einnig verið heimfært upp á einstaklinga sem ekki hafa allt til að bera
til að falla undir það í upprunalegri merkingu, heldur aðeins einstaka tiltekna
eiginleika eða eiginleika hliðstæða þeim sem fyrr voru nefndir. Maður með
óvenjulega mikinn áhuga á ljósmyndun, til dæmis, kann að vera kallaður nörd
fyrir vikið, án þess þó að hann sé á nokkurn hátt utan gátta fyrir áhuga sinn. Hann
ætti það hins vegar sameiginlegt með mörgum nördum að beina áhuga sínum og
metnaði að tilteknu sviði og sinna hefðbundnum hugðarefnum manna minna en
flestir.”
-HMH

Þetta er svolítið nýtt sjónarhorn á þetta orð og “Nördin” yfirhöfuð.

Boltari nefndi í grein sinni að ef maður væri ekki nörd(þ.e.a.s. “klævari”) gæti
maður keypt sér BMW og gert svo margt sem maður gæti ekki sem nörd, á meðan
raunin er sú að ef maður einbeitir sér að náminu eins og alvöru nörd gera nú oft,
er líklegt að maður geti valið sér vel launað starf við sitt hæfi. Tölvubransinn er nú
til dæmis einn sá farsælasti í dag og svo vill nú til að ríkasti maður í heimi (Bill
Gates) var og er enn nörd.

Því bið ég fólk að hafa ekki fordóma fyrir þeim sem kallast nörd, því að oft eru
nördin nú þeir sem komast lengst í lífinu.
(\_/)