gott fólk sem les þetta þá er ég búin að lifa 7 ár á djamminu ekki meira en það…
Ég byrjaði á þessu þegar ég var 15 ára gömull var lítil og óreynd og kynntist þá barnsföður mínum sem kom mér út í smá vitleysu. no offence sem á við málið… Ég var mjög einföld manneskja og ég hélt að ef maður mundi sofa hjá strákum þá mundu þeir vilja vera kærasti manns… I was wrong.
Þetta gekk svona áfram í nokkur ár…Síðan byrjaði ég með mínum fyrsta alvöru kærasta og það var fínt í þessi þrjú ár fyrir utan hvað við djömmuðum mikið og rifumst mikið..
Einn daginn hættum við saman. Sem var mjög erfitt en ég komst yfir það…. Væntanlega. Þið vitið hvernig þetta er maður hættir með gæjanum flippar aðeins á djamminu, þá meina ég djammar aðeins of mikið. En núna upp á síðkastið er ég komin með ógeð og hef verið að skoða yfir líf mitt og ég sé hversu einföld ég var..
Þegar ég fer niðrí bæ núna í dag þá sé ég þetta fólk í sömu sporum og ég var í þegar ég var 15-16 ára.. Þetta er allt fólk yfir 20…
Sporin sem ég var í: drusluskapur, trúði öllum pikkup línum sem strákar sögðu við mig, var hreint og beint sökker fyrir strákum og vægast sagt drusla en ég fattaði það ekki þá. Svona er mjög margar stelpur í dag og strákarnir eru líka svona … Gaurar upp í 28 - 30. Er þetta eðlilegt??? Þeir halda að þeir geti þetta endalaust. Og notabene ég er ekki að kenna strákum um þetta stelpurnar eru alveg jafn lauslátar og leyfa þessu að gerast.
Mig langar bara til að kynnast einhverju ljúfum strák sem hefði gaman af því að spjalla við mig og hafa svipuð áhugamál og ég.
Það finnur maður ekki í bænum….. Þetta er viðbjóðslegt samfélag akkuru getur fólk ekki borið virðingu hvert fyrir öðru? akkuru þurfa allir að vera svona dónalegir? Mér finnst þetta sorglegt.
Og akkuru er ekki meira um svona djass, rokk staði? meira menningarlegt heldur en þessir helvítis plebba staðir…
Hvað finnst ykkur um samfélagið í dag, þá meina ég sérstaklega þessa bæjarstemningu og hvar finnur maður gott fólk sem kann að djamma almennilega??
Tökum sem dæmi útlönd… Vinur minn skrapp til Búdapest fyrir stuttu og sagði mér ýmislegt merkileg, við tölum soldið mikið um íslensku plebbana og plebbastaðina, já og hann sagði að þarna úti er borin miklu meiri virðing fyrir fólki almennt þegar það er í glasi. Afhverju geta Íslendingar þetta ekki???
Endilega komið með skoðanir á þessu máli..