Ég hef hér með ákveðið að taka mér smá pásu frá stærðfræði lestrinum mínum (púff), og ræða aðeins um þennan blessaða nördisma sem fólk er sífellt að velta fyrir sér.
Segið mér, er maðurinn hérna til hægri ykkar hugmynd af manni sem hægt væri að kalla nörd? Stór gleraugu? Feitur strákur? Strákur við tölvu?
Ég fór að velta þessu fyrir mér, og eftir drykklanga stund þá hélt ég að ég hefði fundið svarið!(já, mér leiðist í vinnunni ;) Nörd er einhver sem er veit mikið um eitthvað. Nörd er orð yfir þann sem er nokkuð yfir meðalgáfu á ýmsum sviðum, íslensku, stærðfræði eða eitthvað þannig, til dæmis: Tölvunörd, það er áræðanlega það sem manni dettur fyrst í hug þegar einhver minnist á nörd.
Ég ákvað samt svona upp á öryggið að fletta upp í honum Jeeves vini mínum og gaf hann mér þessar upplýsingar: (Afritað og límt)
Etymology: perhaps from nerd, a creature in the children's book If I Ran the Zoo (1950) by Dr. Seuss (Theodor Geisel)
Date: 1951
: an unstylish, unattractive, or socially inept person; especially : one slavishly devoted to intellectual or academic pursuits <computer nerds>
Þið sem ekki skiljið þetta, þá segir þetta okkur að orðið Nörd sé nafn á einhverri skepnu, hugsanlega komið úr bók sem heitir “If I Ran the Zoo” frá 1950. Orðið stendur fyrir í dag: ómyndarlegur, illa til fara eða einhver sem er ómannblendin. En aðallega er samt átt við einhver sem er algerlega bundin áhugamálum eða skólanum, ef til vill tölvunörd.
Þetta segir okkur aðeins það að það eru allir nördar á sinn eigin hátt. Til dæmis eins og okkar frábæru hugarar sem hafa fyrir því að skrifa greinar reglulega á eitthvað áhugamál eru náttúrulega ekkert nema nördar. :]
Maður ætti að vera stoltur með sjálfan sig og persónuleiki er eitthvað sem engin getur tekið frá manni. Þótt að þú sért “nörd” þá ættirðu bara að vera ánægð/ur með það.
Ég er ef til vill nörd, en það verður bara að hafa það, svona er ég bara, þannig er minn lífstíll.
Ég þakka ykkur fyrir að hafa lesið þessa grein mína,
Sindri Svan Ólafsson