Ég er nörd og þetta er mitt álit á mínum líffstíl útfrá mínu sjónarhorni úr okkar samfélagi.
Að vera nörd gefur mér hvað mestu hamingju sem ég get hugsað mér.
Ég hef gaman að því að ganga í fötum sem passa á mig en passa ekki saman. Þetta að fara í þau föt sem maður finnur fyrst er maður opnar fataskápinn er tákn um nörd.
Ég eiði ekki óþarflegum tíma í fataval einfaldlega því mér er sama hvernig ég lít út.
Nördar hugsa ekki heldur um hárið á sér, né bólur og eða aðra galla.
Ég eyði að minnstakosti 6 klukkustundum í tölvuverinu í skólanum mínum á dag, að untantektum öllum frímínútum og hádegishléum.
Samtals er ég í tölvunni rúma 200 klukkustundur á mánuði.
Ef ég væri að vinna fengi ég rúmann 130þús kall á mán fyrir tímann sem ég nota.
Hví vinn ég ekki?
Því ég er nörd.
Að hanga í tölvunni fyrir 17 ára Gelgju er einhæft og ómögulegt, hún sér bara IRC og MsPaint, en ég veit betur.
Nú er klukkan að verða 1900 og ég er búin að sitja hénra síðan klukkan 1200, semsagt 7 klukkutíma.
Í dag hef ég lesið mig til um tölvulekinn EVE ONLINE, og skoðað mikið af reviews um vélbúnað tengdum tölvum, borið saman verð og pælt í hvernig tölvu er best að kaupa (sem ég auðvitað set saman sjálfur… því ég er nörd).
Nördar ganga bognir í baki.. hví? ÞVÍ ÞAÐ ER ÞÆGILEGRA!
Ég sit bogin í baki… ÞVÍ ÞAÐ ER ÞÆGILEGRA og ég lygg oftast í stólnum sem ég er í…
Ekki skrítið að hámenntað fólk sé að drepast úr vövðabólgu eftir 8 tíma skrifstofuvinnu, en nördar.. neiii þeir chilla og þeim líður vel, því þeir KUNNA sitt fag.
Eitt það skemmtilegasta sem ég veit um, er að læra Eðlisfræði, það er undursamlegt fag og áhugavert, því allt er byggt á henni.
Stærðfræði hefur líka verið í miklu uppaháaldi hjá mér, þar sem hún er flókin og krefst athygli og greindar.
Ég er sá sem spyr alltaf kennarann út úr, í tímum.. hví? Því ég er nörd!
Það eru nokkur atriði sem einkenna nörda:
* Nördar eru anti-social (ó-félagslyndir), þeir vilja helst vera einir inn í herbeki að stússast eitthvað.
* Nördar klæðast sérstökum fötum, cool fötum sem oftast eru löngu fallin úr týsku.
* Nördum gengur vel í skóla, en læra aldrei heima. Nema í stærð og eðlisfræði.
* Nördar hafa sérstakt tungumál sem bara þeir skilja.
Nördamálið:
Nördar kunna allskonar heiti, flest úr ensku og ættuð úr tölvu, stæ eða eðlis, -fræðum.
Dæmi um nörda:
Jói: Hey Pétur, ertu búin að checka á gjíforse kortinu frá nvídíja
Pétur: Já, það er með 3,6Gbit bandvídd og stður 8x agp, og 2,7milljón vertexa á sec.
Jói: Whow, en hvað um nýja ópenglæd 2.0 staðalinnn, er hann studdur'
Það yndislegasta sem ég veit um, er að vera á djamminu og hitta nörd. Maður getur t.d verið í partý og hittir nörd þar, og þá er hægt að spjalla saman endalaust, jafnvel allt partýið. Nottla stór mínus að stelpurnar fíla það ekki, en hey! atleast were having fun!¨
Ég er búin að vera nörd í 12 ár, ég á mjög marga vini sem flestir eru nördar, mér líður vel í kringum þá því þeir skylja mig og ég skyl þá.
Ég vil koma því á framfæri að “Nördar eru líka fólk!”