Unglingsárin eru væntanlega með skemmtilegustu og í sumum tilfellum erfiðum árum í lífi mannsins. En unglingsárin skiptast samt eigilenga í nokkur stig. Sem ég vil telja upp og fjalla smá um. Svona voru stigin allavega þegar ég fór í gegnum þau og er ennþá ekki búinn að klára. Mér finnst eins og unglingar í dag reyni að hoppa yfir ákveðin stig og halda að þau þroskist/fullornist eitthvað fyrr.
Fyrsta stigið 12-13 ára
Stelpur og strákar aðeins byrjuð að kanna hvort annað og sýna smá áhuga án þess að þykjast gera það. Stelpurnar byrjaðar að fikta með málingu og annað meik end djúpt soknar í gelgjuskeiðið og aðeins byrjaðar að þroskast fá brjóst og þess háttar og byrja að fara á blæðingar, strákarnir oftast aðeins seinni.
Annað stig 14-15
Strákarnir byrjaðir að halda að þeir séu rosalega flottir og hormónastarfseminn alveg á milljón og það sama má segja um stelpurnar. Stelpurnar byrjaðar að kíkja á strákana sem eru 1-2 árum eldri enda sá aldur sem er munur á þroska stelpna og stráka.
Þriðja stig 16-17 ára
Sá aldur sem maður fer í menntaskóla, þar gerist miklir merkilegir hlutir, menn fara smakka áfengi og stunda kynlíf en meðaltal fyrsta skiptisins hjá kynjunum er 16 kvk og 17 kk. Miklar prófanir í gangi á þessu stigi, prófa hitt og prófa þetta. Strákarnir ornir voða flottir og geta ekki beðið eftir að fá bílpróf og stelpunum finnst rosaflott að vera með strák með bílpróf.
Fjórða stig 18-19
Bæði strákar og stelpur farin að hugsa um að makast og finna sér maka, eru að klára menntaskóla og ákveða hvað mar vilji gera í framtíðinni, orðin hundleið á foreldrum og vilja komast í burtu.
Þetta var svona smá stutt yfirlit yfir þessi fjögur stig sem ég vil skipta unglingsárunum í. Einhvern vegin virðist mér stigin vera breytast og annar hugsunarháttur vera komin í unglingana og halda að þau þroskist einhvern vegin hraðar og hlaupa yfir stig sem þau eru ekker tilbúin að gera. Krakkar byrjaðir að smakka áfengi 13-14 ára ásamt því að sofa hjá, samt engana vegin tilbúin til að axla ábyrgðir gerða sinna og þess háttar. Ekki nóg með það þá er eins og foreldrunum sé nokkurn vegin sama og kaupa vín fyrir börnin sín. Maður þroskast ekkert hraðar með því að fara yfir á næsta stig þegar maður er ekki tilbúinn til þess. undantekningar eru auðvita til. Vildi gjarnan láta í ljós skoðun mína á þessu máli.