Nú, eins og glöggir notendur þessa áhugamáls ættu að hafa rekið augun í, er ég orðinn stjórnandi hér ! *applause* ;)
Mun ég aðstoða þessa 3 frábæru stjórnendur sem fyrir voru við það ábyrgðamikla starf, sem felur í sér að halda Leikjatölvuáhugamálinu eins góðu og það hefur verið undanfarið. Og reyna jafnvel að gera það enn betra !
Því leikjatölvur eru auðvitað hin mesta snilld, og skal því engan furða hversu vinsælt þetta áhugamál er.
Það bregst ekki að í öll þau skipti sem ég tek upp “pennan” og byrja að skrifa eitthvað, þá endar það með þvílíku orðafjalli, sem svo enginn nennir að lesa :) ..Eins og má sjá í þessari tilkynningu, sem átti aðeins að koma þeim einfalda fróðleik til skila, að ég er orðinn stjórnandi hérna hvort sem ykkur líkar betur eða verr ! :D