Netspilun í leikjatölvum Ekki er mjög langt síðan hann Armageddon fór að velta fyrir sér hvort að hringborðið yrði tekið upp að nýju. Við Aage tókum okkur til og ákváðum að það skildi vekja þetta upp frá dauðum og jafnvel koma með smá breytingar. Nýr korkur var sendur inn af mér þar sem fólk var beðið að nefna þann sem það vildi sjá í hringborðinu auk okkur admina og varð TestType fyrir valinu. Aage sendi svo inn kork þar sem fólk gat valið um hvað “rifrildið” ætti að vera og var netspilun í leikjatölvum þar hæst meðal margra sniðugra hugmynda.

Svo liðu nú dagarnir og vikurnar og nú einum og hálfum mánuði seinna varð þetta loksins að veruleika. Ákveðið var að halda þetta á IRCinu eins og vanalega á þar til gerðri rás en þar sem TestType kallinn var hvergi sjáanlegur þá var ákveðið að breyta örlítið til. Inná rásinni voru nokkrir fastagestir á #console.is og ákváðum við því að hafa þetta bara opið hringborð og við gerðum það. Sphere var þó upptekinn við að horfa á þátt í sjónvarpinu og biðum við eftir honum í tæpan klukkutíma og þegar hann LOKSINS kom þá datt “vini okkar allra” það í hug að horfa á einhvern þátt. En okkur tókst að tala hann til og hringborðið því hafið. EN! Það kom í ljós að þetta varð OF mikil kaos þannig að við stoppuðum þetta og með frumkvæði Sphere var ákveðið að halda í fyrri hugmynd: adminar + 2 til 3 non-admins. jonk og Pandemic buðu sig fram og rétt áður hafði mér tekist að fá hann Lyrus, vin okkar allra, á IRCið til að taka þátt í þessu. Þannig var hringborðið tilbúið. Aage hins vegar var á staðnum en þurfti að sinna órum sínum og vildi því ekki vera með að þessu sinni. Við bölvuðum honum í gríð og erg en ekkert gekk. Hátíð var í bæ og búið að flagga, það var of seint! Þeir sem ekki tóku þátt í umræðunum gátu horft á en ekki sagt neitt en upp var sett sérstök rás fyrir þá þar sem þeir gátu tjáð sig um umræðurnar. Eftir hringborðsumræðurnar ákváðum við að skella okkur út í garð hjá RoyalFool og ræða málin yfir mat og drykk og var sú kvöldstund notaleg en soldið kalt svona upp á það síðasta (sjá mynd).

Næst þegar hringborðsumræða verður, þá verður hún auglýst hérna á Huga, á þessu áhugamáli. Ef þú vilt vera með þá endilega láttu sjá þig á rásinni #Hringborðið og þú gætir komist í umræðurnar. Reglur Hringborðsins verða birtar innan tíðar!

Hér fyrir neðan má svo sjá umræður þriggja admina og þriggja gesta

Admins: Sphere, RoyalFool og jonkorn
Gestir: Lyrus, jonk og Pandemic
Áhorfendur: Vitleysingar

Sphere:
Hæ !
RoyalFool:


jonkorn:
Blizzar!

Pandemic:


jonk:
Good day!

Sphere:
Hvað er upp ?

Lyrus:
Halló

jonkorn:
Welcome boys: Pandemic, Lyrus og jonk

jonk:
Online, málið eða ekki?

Pandemic:
Console og livemöguleikar

Sphere:
Jamms

jonk:
Ekki gleyma LAN. :D

Sphere:
Mikið er Xbox Live sniðugt, með voice dæmi !

Sphere:
Vááááhááá´

Lyrus:
Ég hef meiri áhuga á “story driven” leikjum eins og Final Fantasy og Zelda
en online er vissulega skemmtilegt af og til.

Sphere:
Spenntir ?

jonkorn:
Ég er að deyja, vil fá MK:DD og spila með hrúgu af nördum…. vúha! Nördapartí dauðans!

Sphere:
Eða ekki ?

Pandemic:


Sphere:
Jamms

RoyalFool:
Ég fæ mér kannski Xbox Live…

Sphere:
Nördapartý owna

Sphere:
Royal, joining the dark side ?

Pandemic:
Það sem ég hef áhyggjur af er það að þeir sjái ekki ísland inná korti í online möguleikum

jonkorn:
Royal is going down under!

Lyrus:
Þú getur þá boðið Sphere og Royal fool….

jonk:
Er X-Box live komið til klakans?

RoyalFool:
Mvúhhahahaha! *blikk*

Pandemic:
Það virkar allaveg hér

RoyalFool:
Nei, BigJKO, það er ekki komið officially

jonk:
Já, en þurfum við ekki að spila á útlenskum serverum?

Sphere:
Ísland er 6. ríkasta land í heimi og við erum ekki á kortinu !

jonkorn:
Hvernig líst ykkur á framtíðar online leikina? Sem dæmi Resident Evil
Outbreak, Halo 2 og fleiri góðir

Pandemic:
Við erum lítil þjóð með @titute

Sphere:
Halo 2 lofar góðu

Lyrus:
Resident Evil Outbreak hljómar frábærlega

Sphere:
Enda snilld sem endar aldrei

jonk:
Halo 2 verður örrugglega góður. Þó ég vilji persónulega alltaf mína FPS leiki borna fram með mús og lyklaborði. :P

Sphere:
Mér finnst Resident Evil: Outbreak hreint út sagt fáránleg hugmynd

RoyalFool:
Resident Evil Outbreak verður must-have hjá mér… kaupi mér
network adapter fyrir hann

Pandemic:
Held það sem á eftir að gera leikjatölvu online möguleikan skemmtilegan er story based leikir

Lyrus:
Outbreak mun byggjast mikið á samheldni og samstarfi spilara. Það er óvenjulegt er að uppvakningar og önnur skrímsli elta þig útum allt. Þar sem að hurðar eða það að þú fórst á annað svæði stöðvaði þau áður mun ekki gerast í þetta skiptið. Nú munu skrímslið elta þig útum allt, brjótandi niður hurðar, hoppandi inn um glugga. Þannig ætti að skapast meiri spenna og erfiðleikar.

Pandemic:
Jáhá

Lyrus:
Svo má ekki gleyma að hægt verður að velja mismunandi fólk með mismundandi abilities, lækna og svoleiðis. Maður getur stjórnað 2 gaurum í einu (switchar á milli) og hjálpað vinum sínum (ef einhver er særður styður hann sig bara við öxlina manns),

Pandemic:
En hvaða rugl er þetta með það að setja Resident Evil Outbreak online þessi leikur er bara fyrir sp

jonk:
Ok, Online er komið á gott skrið hjá X-Box. Er PS2 að meika það í Online?

jonkorn:
Pandemic, það er nefnilega málið, RE-Outbreak gæti alveg verið cool concept

Pandemic:
Held að xbox eigi eftir að taka ps2 í rass með þessu

Sphere:
PS2 meikar það betur online en Xbox, fleiri eintök seld af netkortum

Sphere:
Eða hlutfallslega ekki

Lyrus:
Annað flott feature er svokallaður Zombie gauge, en þegar að hann nær hámarki eða 100% breytist spilarinn í uppvakning! Og spilarar geta einnig spilað sem slíkur!

Pandemic:
Líka að búa til nýja kynslóð online leikja

Lyrus:
Namm

Sphere:
Verst að RE: Outbreak er ekki næstum því jafn flottur og RE4

RoyalFool:
Sony ætla bráðlega að kynna einhverja netþjónustu eins og Xbox Live

Lyrus:
Þá getur maður gætt sér á mannakjöti

Pandemic:
En það sem er virkilega need er það að xbox er með innbyggt netkort

Lyrus:
Auðvitað ekki

Lyrus:
RE 4 er sá flottasti sem sést hefur

Lyrus:
Og Doom3 líka kannski

jonkorn:
Svona grafíklega séð er RE-Outbreak og RE-Dead Aim ekki beint fríðir…
Ekkert miðað við RE4… En conceptið bakvið RE-Outbreak er töff finnst mér

Sphere:
A.m.m. er RE4 flottari en Doom 3

jonkorn:
En ætli það virki vel?

RoyalFool:
En hvað mynduð þið vilja sjá fyrir Xbox Live eða PlayStation 2 með netspilun? Eða GameCube, ef út í það er farið?

Pandemic:
Held að flestir séu þreitir á leikjum eins og timesplitters 2 online við online fíklarnir viljum eithvað harðaradóp

Lyrus:
Reyndar segja þeir hjá Gamespot sem prufað hafa RE Outbreak að hann líti helvíti vel út

jonk:
Persónulega er ég ekkert mikið fyrir Online. En ég vil sjá online leiki bara yfirhöfuð með meiri fókus á story-line.

Sphere:
Ég vil sjá Metal Gear Online eins og Kojima hefur talað um
Lyrus:Já það væri töff

jonk:
Ég er samt hræddur um þegar hann fór að bera hann saman við Counter-Strike. :/

RoyalFool:
Sammála BigJKO, ég vil netspilunarleiki sem hafa singleplayer-upplifunina en bara með mörgum aðilum í einu, það myndi algjörlega dáleiða mig

Pandemic:
Eins og pc leikirnir hafa verið þá sést að það vanti story line í leikina

Lyrus:
Kojima myndi sennilega koma með einhverja byltingu í netspilun ef ég þekki hann rétt

Sphere:
Miyamoto er idolið hans Kojima

jonk:
Sem er bara góður hlutur!

Sphere:
Jamms

Sphere:
Auðvitað

Pandemic:
Samt ætti að gera leiki sem yrðu spennandi ekki eithverja svona klan
based leiki

jonk:
En vill GameCube fólk yfirhöfuð online?

Sphere:
Jamms

jonkorn:
Jájá… en ég vil meira af story-based online leikju

Sphere:
Reyndar vil ég spila MK:DD online og F-Zero

jonkorn :
Ég líka

jonk:
Já, sömuleiðis!

Lyrus:
Nauts

Sphere:
Og fuck já, Rebel Strike online yrði snilld

jonk:
Sem minnir mig á, Nintendo verða að gefa út online/LAN SSBM. :D

RoyalFool:
Það myndi rokka…

Sphere:
Afhverju LAN ?

RoyalFool:
Já, maður.. 8 manna SSBM væri flott

jonkorn:
Hvernig væri það ef Rebel Strike væri online og að allar þessar TIE vélar væru mannaðar? Meina, 150 manns að ráðast á saklausan Loga kallinn. He´d be *Ritskoðað*

jonk:
LAN virðist vera það sem þeir eru að stefna að, Sphere..

Pandemic:
Ég veit ekki mikið um nintendo en mér sýnist þeir fara full hægt í þetta

Sphere:
Já en LAN í SSBM meikar ekki sens, þetta er bardagaleikur, allar sjá leikinn eins

jonkorn:
Pandemic, þeir gera þetta svolítið bakvið tjöldin, en þeir virðast frekar hallast að LAN

RoyalFool:
Sphere, Myndi virka ef þeir stækkuðu borðin svo spilarar færu fram og til baka og það yrði að leyfa öllum að sjá sitt svæði

Sphere:
Gaurinn hjá Factor 5 talaði um að svoleiðis leikur myndi vera í næstu
kynslóð

RoyalFool:
Eða láta spilarana hækka sig upp eftir experience og svoleiðis

jonkorn:
SSBM LAN með huge fully 3D borðum? Brilliant segi ég

jonkorn:
Fullt af karakters on screen að berja hvern annan? Brilliant segi ég

Pandemic:
Það sem ég held að leikjaframleiðendur séu að hugsa með lan er það ef einn á t.d halo 2 þá þarf hinn að eiga halo 2 líka til þess að spila á lani og það munn auka sölunna hjá þeim

jonk:
Kind of like 8-player Power Stone. :D!

RoyalFool:
Pandemic, líka Xbox Live… :p

Sphere:
Eins og þeir hafa verið að gera með GBA, flestir leikir virka bara í multiplayer ef báðir aðilar eiga leikinn

Sphere:
:)

RoyalFool:
Já, það er sniðugur fítus, en myndi virka sennilega illa fyrir
leikjatölvur…

RoyalFool:
Þyrfti massívt RAM til að multiboota

RoyalFool:
Nú, eða harðan disk ;)

Pandemic:
Allir leikir verða að vera með 2 diska til þess að spila 2 saman

Sphere:
LAN á GC er fyrir hardcore spilara, casual átta sig bara ekki á þessu

jonk:
Reyndar.

Lyrus:
Þá er enginn gróði í þessu

Pandemic:
Það væri samt massa flott ef aðeins 1 þyrfti að eiga leikinn

Lyrus:
Því 80% af þeim sem spila leiki eru ekki hardcore gaurar

Sphere:
Sumir leikir á GBA eru þannig, en þá eru leikirnir hægari

jonk:
Það væri líka massa flott ef GC gæti spilað NES/SNES/N64 leiki. :P

Sphere:
Eins og MK

Pandemic:
Það sem þeir hjá nintendo þurfa að gera er að hoppa uppúr þessu krakka leikja dæmi

RoyalFool:
jonk, svoleiðis adapterar myndu bara ekki vera gróðavænlegir

Sphere:
hehe satt

Lyrus:
Rétt, meiri leiki eins og Eternal Darkness!

Pandemic:
Það væri bull held ég

Sphere:
Jamms

jonk:
Er að hugsa.. :P

jonkorn:
Já en þegar þetta er komið út í svona svaka online, fullt af dúddum og svona. Verða leikirnir ekki minna dekor og meira svona retro? Meina, útlit sumra leikja fær að finna fyrir því, verða ekki eins smart og stílhreinir.

Pandemic:
Síðan væri nátturulega bara sniðugt ef t.d 8 tölvur væri á lani og síðan gættu þær tengst netinu og þá væru þetta fullt af spilurum að spila á eini tengingu en það myndi held ég ekki virka sérlega vel

RoyalFool:
Já, nú verðum við að segja þetta gott.

Sphere:
Ok this is getting boring, done ?

jonk:
jonkorn, já, þetta yrði náttúrulega bara Pac Man Online. pretty much!


Sérstakar þakkir fá jonk (IRC: BigJKO) og Sykurpudi (IRC: Genezis-) fyrir a hafa nennt að taka transcript af þessu, því vegna leti í okkur stjórnendum þá annað hvort, já, nenntum við því ekki eða gátum það ekki því við vorum svo “uppteknir”. Okay we suck! :/ Anyways, kudos to them!

Að lokum viljum við þakka Lyrus fyrir að koma á IRCið og þola bulli í okkur á dágóðan tíma áður en þetta hófst. Hinir tveir (jonk og Pandemic) fá einnig þakkir fyrir að taka þátt.
Þetta er undirskrift