og mánuði. Mikið um deilur og mikið um sorgartár
Nintendomanna. Við, Sphere og jonkorn, settumst niður við
hringborðið stóra með kókglas í vinstri hönd og pizzu í hinni og
ræddum um þetta mál í rólegheitum.
jonkorn:
Blessaður. Fáðu þér sæti bara og gríptu þér sneið af pizzunni.
Hún er fín. Brauðstangirnar sökka samt… ógeðslega harðar.
Sphere:
Já takk. Er nefnilega frekar svangur. Áttu kók?
jonkorn:
Jájá nóg af því… viltu stórt eða lítið glas?
Sphere:
Alveg sama… ég klára kókið hvort eð er…
jonkorn:
Hvað er að frétta af þér annars?
Sphere:
Allt í fína, enda er gott að vera leikjaunnandi í dag. Nóg að
gerast og fullt af góðu stöffi en líka margt sem sökkar feitt.
Pizzan er líka góð já…
jonkorn:
Já flott er það. Það er margt, þú veist, geðveikt cool í gangi í dag.
En líka margt sem sökkar. En ætluðum við ekki að ræða eitthvað
hérna?
Sphere:
Jú… leyfðu mér bara að éta fyrst. Engann æsing…
jonkorn:
já fyrst þú segir það þá ætla ég aðeins á klósettið…
Sphere:
Ég er að borða!
jonkorn:
jæja okei kominn aftur…
Sphere:
Ég hafði ekki lyst á meiru…
jonkorn:
Er þér illt í maganum eða?
Sphere:
Já, núna…
Sphere:
Jæja….Rare og Microsoft bara. 5 leikir á 2 árum, þeir voru
reyndar vanir að gefa út leik á ári. Kannski eru gæðin
fórnarkostnaðurinn.
jonkorn:
ég held að þeir séu að missa það. svona team sem gerði einn
leik á ári og jafnvel á 2 ára fresti gerir ekki leiki 5 leiki á 2
árum. Ekki nema þeir fjölgi team-member um 300% or some
en þá er Rareware ekki lengur það sama. Þá erum við komnir
út í eitthvað allt annað undir nafni Rare.
Sphere:
hehe
jonkorn:
Vissulega fórna þeir gæðum fyrir magnið, þeir ná ekki gamla
touchinu. Ég er viss um það. Þar að auki finnst mér og margir
eru á þeirri skoðun líka að Rare eru ekki Rare sem við viljum
þekkja sem snillinga nema Nintendo séu með þá undir sínum
verndarvæng og leiðsögn.
Sphere:
held að Kameo muni ekki höfða til margra Xbox
eiganda…meira svona Nintendo titill.
jonkorn:
Ætli þeir klúðri honum ekki, ég efast um að Rare séu þeir sömu
og hérna áður. Fullt af þeim sem gerðu Rare að RARE eru farnir
annað. Zoonami sem dæmi. Þar er liggur við aðalkjarni Perfect
Dark liðsins. En ég er samt ekki að segja að Rare séu lélegir í
dag. Bara ekki það Rare sem við þekktum hér áður. Það sést á
Starfox Adventures. Soldið flop sá… og þó Conker´s Bad Fur
Day sé snilldarleikur þá var hann soldið flop sölulega séð.
Sphere:
aha….Zoonami er 2nd party fyrir Nintendo. Samt svolítið
greinilegt að þeir fóru annað, þú sérð hvað þeir hafa gert við PD:
ZERO. SF:A hlýtur að vera ágætis titill, en á OLD-RARE
mælikvarða er hann það ekki.
jonkorn:
Mér finnst PD:0 lookið ekki mjög heillandi. PD var ekki svona
og á ekki að vera svona. Rauðhærð gella sem lítur út eins og
afmynduð Julie Roberts? Nei kommon! Joanna Dark á að vera
the same. Ekki eitthvað famous-face-mock-up.
Sphere:
goldeneye, perfect dark og banjo…það er málið
Sphere:
Hehe….hún er frekar afmynduð já….skoðaðu art af Joanna á
N64…getur fundið myndir á netinu…þannig á hún að
vera….örugglega með mesta kynþokka
tölvuleikjasögunnar…skákar Samus léttilega.
jonkorn:
Ójá. Ég sá einmitt þannig samanburðarmynd af New Joanna
og N64 Joanna. Þvílíkur munur. Ekki eins Agent-leg, frekar
svona “úh ég er geðveikt cool cartoon persóna”.
Sphere:
Frekar leiðinlegt já….Ætli Zoonami sé með svipaða persónu í
sínum leik?
jonkorn:
Veit ekki. Í raun efast ég um það. Held þeir fari frekar nýjar leiðir
og skapi eitthvað nýtt og flott. Nýjan character og nýjan leik.
Þeir hafa hæfileikana. Hluti af gamla góða Perfect Dark liðinu
og hluti af CBFD liðinu líka. Þessir gaurar þekkjast og vita hvað
þeir gera. Vonum bara að Rare nafnið verði ekki eyðilagt. Eins
og ég sagði, þeir eru ekki lélegir. Bara not the same.
Sphere:
Golden Eye markaði tímamót í leikjasögunni. Áhugavert hvað
Zoonami eru að bralla, enda sama teamið. Kannski nýja
tegund af ævintýraleik, eða íþróttaleik þess vegna. Eini slappi
Rare leikurinn a.m.m var Killer Instinct…en þeir eru ekki á
þessu teami…..so they have got a clean record..almost certain
that their next game will be a hit.
jonkorn:
Reyndar var Blast Corps engin snilld en þó ný tegund leiks.
Innovative. En Killer instinct fannst mér alltaf góðir. Mínir
uppáhalds fighting leikir sem voru exclusive í gömlu Nintendo
tölvurnar. Hehe það var svo sem ekki mikið um Exclusive
fighters í N64 en jæja. En gæði Rare hafa dofnað með
tímanum. Það sást með SFA að hluti af þessari nýjungagirni
þeirra fór með gömlum starfsmönnum. SFA er víst soldið
repeative og lítið um nýjungar.
Sphere:
Ég meina reyndar Killer Instinct Gold.
jonkorn:
Já. Mér fannst hann ágætur hehe. Ég var soldill fighting game
sýruhaus þá en í dag er ég ekkert fyrir þá. Reyndar prófaði ég
hann nýlega og fannst hann óvenju slappur ;)
Sphere:
Gæti verið að Microsoft keyptu bara flotta byggingu og góða
forritara, gleymdu alveg hugmyndabankanum.
jonkorn:
Þeir keyptu ekki hugmyndabankann. Þeir keyptu fyrirtækið,
nafnið, lógóið, charactera en hugmyndirnar fóru annað. Ég er
nokkuð viss um að þetta nýja Rare sé ekki það sama og áður
fyrr. Enda 5 leikir á 2 árum? Hljómar það eins og Rare? Nei.
jonkorn:
Mér þykir mjög leiðinlegt að Rare hafi yfirgefið Nintendo, enda er
ég eða var, mikill Rare-fan. Allt sem þeir gerðu var snilld en
mér fannst alltaf síðasta árið að þeir væru að missa touchið. SFA
leit mjög vel út, en ég hafði alltaf grun um að hann yrði vonbrigði
sem leikur. Útlitið var mjög Rare-legt, enda flott og detailed.
Leikurinn er bara ekki mjög heilsteyptur.
Sphere:
Reyndar eitt sem mér datt í hug. Kannski eru 5 leikir á 2 árum
ekkert svo vitlaus hugmynd enda mun auðveldara að þróa leiki
á Xbox en N64.
jonkorn:
Það er mjög satt. En er ekki sagt að það sé auðveldara að gera
leiki fyrir GC en Xbox? Hvað voru þeir lengi með SFA? 2 ár sem
GC project? Ég held samt að 5 leikir á 2 árum sé ekki það sem
Rare sé all about. Þeir gera góða leiki á sínum hraða. Þar að
auki þá finnst mér þetta ekki eiga að vera keppni um hver gerir
flesta leiki á sem styðstum tíma, þá missa leikir og fyrirtæki
gylltastimpilinn finnst mér.
jonkorn:
Rare voru alltaf kjarni fárra góðra hönnuða en ef þeir fjölga
Rare um X marga starfsmenn sem ekkert hafa tengst Rare
hingað til, þá held ég að galdratilfinningin sé horfin. Því miður.
Sárt að segja sem Rare fan. Ég í sannleikanum vona að þeir
haldi EITTHVAÐ í sitt gamla Rare, því annars fara Xbox og aðrir
að halda að Nintendo eigendur hafi alltaf ofmetið Rare og skilja
ekki hvað málið var.
jonkorn:
Annars held ég að Nintendo hafi EKKI tapað á þessari sölu.
Microsoft græddu Rare. Það fer ekki framhjá neinum. Gott
powerhouse þar á ferð. En Nintendo uppgötvuðu aðra snillinga
og kannski er það ástæðan fyrir sölunni. Þeir fundu Retro
Studios og kannski fannst þeim tími Rare liðinn sem
Nintendo-framleiðandi.
Sphere:
Við vitum af 2 leikjum, Perfect Dark og Kameo. 3 leikir hafa
ekki beinlínis verið kynntir. Kannski annar Banjo eða annar
Conker. En við höfum ekki séð hvað þeir geta, reyndar var SFA
gamall N64 leikur, mikilll tími sem fór í að porta hann yfir.
Leikur sem er byggður á Xbox frá grunni gæti verið betri
jonkorn:
Það er alveg satt. Ég vona það innst inni að Rare standi sig því
ég hef alltaf haft trú á þeim, þó ég hafi það á tilfinningunni að
þeir verði ekki þetta gullhúðaða fyrirtæki sem þeir voru. En ef þeir
vinna sína vinnu rétt þá ætti þetta að virka hjá þeim. Hey, þetta
er nottla Rare. En hversu mikið af RARE er þetta? Það er stóra
spurningin.
Sphere:
Xbox Live er greinilega stór hluti af xbox conceptinu, kannski
MMORPG
jonkorn:
Það hefur verið staðfest að Rare sé að framleiða MMORPG fyrir
Xbox. Heitir Gnomeman minnir mig. Ég er samt ekki viss þó,
það var eitthvað álíka furðulegt nafn.
Sphere:
greinilega, Rare - golden eye og perfect dark + flight simulator
:)
Sphere:
jább las eitthva um hann, þeir hafa aldrei gert rpg leik
áður….spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.
jonkorn:
Þeir hafa alveg hæfileikana í það. En við höfum talað um að þetta
sé ekki sama gamla Rareware og áður. Kannski ætla þeir að
breyta ímynd sinni. Verða hraðari framleiðandi og með öðruvísi
leiki. Hver veit. Kannski er þetta nýja staff troðfullt af RPG
fanboys sem kunna sitt fag. Hver veit?
Sphere:
eða kannski næsta EA team
jonkorn:
EA, ég vil forðast að líkja Rare við EA, held nú að Rare séu mun
hæfileikaríkari en EA þegar kemur að leikjum. EA er þó ekki
lélegt fyrirtæki eins og mörg þarna úti.
Sphere:
Vil að lokum taka það fram að Rare menn eru mjög
hæfileikaríkir…..held að þeir haldi áfram að gera það gott í
branasanum, en hvort þeir ná fyrri getu sinni aftur er stóra
spurningin. Og ég held því miður ekki að það verði hægt….nema
náttúrlega Zoonami og Free Radical staffið byrji að vinna fyrir
Microsoft, en það er auðvitað mjög ólíkegt því þeir sögðu upp til
þess að koma sínum eigin hugmyndum á framfæri.
jonkorn:
Já tek undir það. Margir af gamla liðinu sagði upp þegar MS
keyptu Rare og jafnvel enn lengra síðan. Kannski að þeir
grunuðu þetta fyrir löngu síðan. Free Radical og Zoonami
samanstendur af gamla Rare-liðinu. Aðeins tíminn mun segja
okkur hvernig nýja Rare gengur. Ég persónulega held að þeir
nái fyrri glamúr ekki aftur, held þeir séu að hluta til brunnir
nema nýja staffið komi með ferskar hugmyndir. Við sjáum bara
til!
Sphere:
Náttúrlega sjaldgæft að ná sömu liðsheild aftur, vonandi
gengur þeim allt í haginn.
jonkorn:
Ég persónulega vona það ÞEIRRA vegna, þ.e til að halda
virðingunni. En ég líka hef mínar efasemdir.
Sphere:
Kemur í ljós á E3 að ári!
Að því loknu lokuðum við pizzakassanum og Sphere henti
kókflöskunni. Jonkorn fór aftur á klósettið og kom ekki næstu
10 mínúturnar, Sphere til mikillar ógleði því honum var mikið
mál eftir allt kókþambið. Þar næst settumst við í sófann og
spiluðum Super Smash Bros Melee og ræddum náið um
framtíð Retro Studios og hvaða áhrif Metroid Prime mun hafa á
leikjaflóruna næstu árin.
Næst: Sófaumræður um Retro Studios og Metroid Prime…
Þetta er undirskrift