Nýjasti býst ég við..
Ekki eins spennandi og maður hélt en þó..!
http://www.telltalegames.com/monkeyisland
Ég er mjög spenntur fyrir nýjum Monkey Island ævintýrum en það sem böggar mig kannski helst eru hönnunin á 3D módelunum, finnst hún frekar einföld og slöpp. Þá er ég ekki að meina að mér finnist að hún eigi að vera “raunverulegri”, ég vil einmitt hafa hana svona stylized, en finnst vanta í þetta detail og bara betri hönnun. Escape From Monkey Island leit mjög vel út, ekki eins flottur kannski og Monkey Island 3 á undan sem var gullfallega teiknaður í 2D, en hafði samt flottan og skemmtilegan stíl sem virkaði ágætlega, allavega margfalt betri en þessi.
En þetta er almennt vandamál hjá Telltale Games, þeir eru með mjög einföld módel og lítið detailuð í öllum sínum leikjum. Bara almennt ekkert voðalega spennandi, of steríl og wooden eitthvað, vantar allan sjarma. Þó ég sé alls engin grafík hóra þá myndi ég segja þetta helstu ástæðuna fyrir því að ég hef ekki spilað nýju Sam & Max leikina frá Telltale, vantar bara allan visual sjarma í þetta, öll skemmtilegu smáatriðin og sköpunargleðina sem glæddu gamla leikinn lífi.
Ég er samt svo harður Monkey Island aðdáandi að ég á ábyggilega eftir að prufukeyra fysta þáttinn í þessari nýju seríu og sjá hvernig mér líkar. Ég vona innilega að hann standi sig í húmor og skemmtanagildi.