Jæja núna fer að styttast í þennan geðbilaða leik sem er væntanlegur í febrúar.
Þessi lofar allavega sjúklega góðu og eru flestallir sem eru í betunni slefandi yfir honum. Enda eru Guerilla búnir að vera lengi með þennan í framleiðslu. Verður án efa skyldueign fyrir alla PS3 eigendur.
Einhver vælandi afþví hann á ekki efni á console? Og graffíkin í leiknum er góð, held að margir PC eigendur myndu ekki getað spilað hann án þess að lagga.
Ég er á ágætri PC vél. Flest allir eiga PC vél, kannski með fjölskyldunni. O það er ekki beint pointið mitt. Ef hann hefur eitthvað á móti consoles afhverju er hann þá á leikjatölvu þráð?
Þó svo að PS-Fanboyinn inni í mér logar ólmur þá þarf ég að vera sammála þér varðandi þennan leik. Ekkert spenntur yfir honum yfir höfuð. Jújú, geðveik grafík og eitthvað ágætt multiplayer heyri ég en hann er ekkert í samanburði við alla aðra leiki sem koma út á svipuðum tíma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..