Vá fáfræðin uppmáluð.
Einnota var kannski aðeins og sterklega orðað, það fer líka rosalega mikið eftir typu leiksins.
Það er til fjöldi fólks sem hefur hlustað á Bítlanna (og annað) nánast daglega síðastliðin 40 ár og fá aldrei nokkurn tíman leið á þeim. Hvaða tölvuleikir jafnast á við það?
Hversu margir hafa í dag áhuga á að spila Tekken 1 til dæmis, hversu oft spilar maður í gegnum Metal gear eða Zelda leikina? Einu sinni á ári eftir fyrstu 2 skiptin kannski?
Fjölspilunar/netleikir hafa mun meiri endingartíma auðvitað en leikir eins og td Assasin Creed eða God of War eru leikir sem maður vinnur á 1-2 dögum og sitja svo og safna ryki upp í hillu.
Þetta er reynsla mín af tölvuleikjum og félögum mínum sem hafa verið að spila tölvuleiki síðan 1986.
Bætt við 11. nóvember 2008 - 12:38 Ef tölvuleikir væru ekki eins “einnota” og ég vill meina væri enginn ástæða til að taka PS1 leiki úr almennri sölu, þeir væru ennþá að seljast grimmt af PS3 kynslóðinni sem misstu af PS1