Athugaðu að það er einungis 50Hz PAL PS2 útgáfan sem er hægvirk rétt eins og fyrri PAL útgáfur af Tekken 1, 2 og 3.
Tekken 4 og 5 eru einu PAL útgáfurnar sem hafa 60Hz NTSC valmöguleika sem maður þarf að stilla í hvert skipti til að leikurinn sé eðlilegur.
Tekken Tag Tournament er því alls ekkert hægari og hreyfingarnar hafa ekkert minna flæði ef hann er eins og hann á að vera í 60Hz.
Aftur á móti er combo kerfið í TTT ekki nærri því jafn fáránlegt og langdregið eins og í Tekken 5 þar sem maður getur haldið andstæðingnum næstum endalaust á lofti sem er að mínu mati ömurlegt, óþolandi og óraunverulegt í þokkabót. Tekken 5 fór langt yfir strikið.
Ég mæli með að fólk skoði myndbönd á YouTube með Kóreumanninum Jang Iksu sem er ef til vill besti Tekken spilari sem uppi hefur verið:
http://www.youtube.com/results?search_query=jang+iksu&search_type=&aq=f