Ég mæli eindregið með þessu fyrir forfallna spilafíkla með brennandi áhuga fyrir arcade leikjum. Heilir spilakassar taka bæði mun meira rými og kosta miklu meira.
Það er nú allur gangur á því. Það má gera ráð fyrir 90-150 kg fyrir venjulegan uppréttan spilakassa.
Síðan eru aðeins örfáir seljendur á eBay sem bjóðast til að flytja spilakassa hingað til lands og þar fyrir utan þyrfti maður að vera óskaplega heppinn að fá fínan spilakassa fyrir einungis 200 Bandaríkjadali.
Eini möguleikinn sem ég hef kost á er í raun að kaupa spilakassa sem er staðsettur á Íslandi.
Ég er einmitt að vinna í að smíða spilakassa. Það verður reyndar MAME kassi og ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort maður versli sér Xarcade stjórnborð eða hvort maður versli sér IPAC, takka og pinna og smíði stjórnborðið sjálfur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..