Jæja, hulsturmyndin kominn út og er ekki ósvipuð þeim gömlu.
Ég verð samt að segja að ég er ekki nærrum því eins spenntur fyrir þessum leik og ég var fyrir GTA3, sandkassaleikir eru ekki eins óalgengir í dag og þeir voru þá.
Það væri fyndið en ég átti við að maður myndi þá installa hluta leiksins inn á harða drifið. Ég myndi splæsa í 120GB hart drif fyrir þennan ef þetta tæki of mikið pláss.
Jú en DVD heldur bara einhver 7 gígabæt eða 15 ef þeir eru tvöfaldir. Man ekki alveg. Crysis var 12 gígabæt, The Orange Box (a.m.k. á PC) tók tvo DVD og The Elder Scrolls IV: Oblivion Game of the Year Edition tók tvo. Ég er bara að vona að þeir stútfylli leikinn.
Ég er með Oblivion Game of the Year Edition í hendinni og hann er á tveimur diskum. Á Xbox 360. Ég vissi ekki þetta með The Orange Box en ég hélt að Xbox 360 notaði bara einfalt DVD format. P.S. Mass Effect er nú ekki það stór. Það er mjög lítið landsvæði í honum miðað við Oblivion, bara lengra á milli svæðanna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..