Jæja, þarna sjáið þið allar nýjustu leikjatölvurnar sem eru á markaðnum í dag, X-box 360 frá Microsoft, PS3 frá Sony og síðan Nintendo Wii, augljóslega frá Nintendo.
Nú spyr ég: Hverja eigið þið og hver var ástæðan fyrir kaupunum?
PS3 útaf MGS4 og helling af öðrum leikjum næst á listanum er wii svo loks einhvern tíman seinna 360 já ég ætla fá mér allar 3 verð bara redda mér pening.
Já sælir :/ ég er alveg torn hvað ég á að fá mér. Ég hef alltaf átt playstation 1 & 2 og fýlað þær vel og langar i ps3 útaf metal gear solid mainly, hef aldrei verið mikið fyrir 360 þannig að ég hallast síst að henni en samt hef ég alltaf skemmt mer mest með vinum og fjölskyldu i Nintendo 64 en Wii er einhvernneginn svona gamble fyrir mig, hef heyrt að fólk fái leið á wii fljótt og leikjaúrval er ekki gott fyrir utan Zeldu og Smash Bros.
Jamm það er það sem ég hef verið að pæla, En getur maður notað Playstation sem HD videoflakkara ? Ætla að biða þanga til að playstation er komin á decent verð, án Motorstorm og resistance, vil helst velja leikina mina.
Ég á bara Wii og eftir svona 2 mánuði var ég búinn með zelda og þá var bara eiginlega allt búið en núna fyrir svona mánuð fékk ég mér super mario strikers og vááá einn besti svona partý/vina leikur sem ég hef fengið, og svo má ekki gleyma að super smash, metroid prime, mario kart og super mario galxy eru allir að koma bráðlega:)
Wii fékk ég mér því ég hef alltaf haft áhuga á conceptinu og fyrir utan það þá eru Zelda leikirnir einhverjir þeir bestu sem ég hef spilað. Svo eru náttúrulega nóg af partýleikjum á hana og stjórntækin gefa einhvern veginn nýja reynslu. Er samt frekar ósáttur með leikjaúrvalið eins og er, EN, það er að batna.
PS3 fékk ég mér vegna þess að ég fékk hana á andskoti góðum díl, og vegna þess að ég þekki svona 10 manns sem eiga Xbox 360 og fleiri sem ætla að fá sér hana, á meðan við erum bara tveir sem stendur sem eiga PS3. Get bara húkkað Xbox 360 frá einhverjum öðrum ef ég vil fá að spila einhverja góða leiki á hana (t.d. Mass Effect og Bioshock).
Spilar PS1 og PS2 leiki. Vegna þess hve öflug hún er og allt það dæmi. Leikjaúrvalið sem hún býður upp á í framtíðinni. Hata Xbox. Hún er ódýrari en Xbox 360 ef maður bætir við öllum aukahlutum. Þráðlaust net. Frítt netspil. Ógó töff. Spilar Blu-ray sem er greinilega að sigra stríðið. Updeitast reglulega. Enn og aftur, hata Xbox. Ég er banani. Og að lokum, ég er PS3 fanboy ^^
Æjj verið að færa sjónvarpið með PS3 og breyta um netaðstöðu sem þýðir að internetið drífur ekki að PS3 tölvunni blablablabla…Vesen sem enginn nennir að laga því allir eru svo latir :)
Boxið er algjört æði, keypti hana útaf Gears og netspilun. Wii keypti pabbi minn sem finnst hún vera ægilega sniðug, er sjálfur ekkert spenntur yfir henni fyrir utan Zelda.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..