Æi fólk… Hættið að koma með svona svör sem þið dragið út úr endaþarminum á ykkur. Fólk hefur misjafnan áhuga. Sumir hallast að Playstation, aðrir Nintendo og enn aðrir að Xbox.
Það er með eindæmum leiðinlegt að sjá endalaust magn af svona svörum sem kalla bara á leiðindi og meting. Ég er Nintendo maður, hef verið frá barnsaldri, en ég er líka all-around leikjafan og mér er alveg sama hvað tölvan heitir svo lengi sem leikirnir sem ég spila séu góðir. Þess vegna hef ég átt allar gerðir tölva síðustu 3 kynslóðirnar. Reyndar er PS3 á dagskránni, ekki komin i mínar hendur enn sem komið er.
Svo verð ég að segja eitt. Einstaka Nintendo áhugafólk hefur verið mjög svo hrokafullt á þessari síðu undanfarið og verið með óþarfa skæting út í Playstation “fanboys” sérstaklega. Stop it. Þið eruð ekki að gera neitt gott fyrir ímynd Nintendo né Nintendo áhugafólks.
Í lokin, ég er ekki að banna fólki að halda með sínu merki, alls ekki… en það er eitt að geta gagnrýnt aðrar vélar og leiki á málefnalegan hátt, en annað að vera bara með leiðindi og skítköst.
Kveðja,
Ég.
Bætt við 17. mars 2007 - 13:02
ATH: ég er ekki að setja út á þessa mynd, hún er nettskondin. Bara gaman af svona :)
Er að setja út á svarið hér að ofan…
Þetta er undirskrift