Það hefði einfaldlega orðið bani Nintendo að gefa út öflugri vél því annaðhvort hefði hún þurft að vera langtum dýrari en vél keppinautanna svo þeir gætu hagnast á henni, eða þá að þeir hefðu þurft að standa undir tapi og þar sem þeir eru ekki með stórar deildir eins og Sony og Microsoft (Nintendo eru bara með leikjadeild, en Microsoft og Sony eru að hagnast á sölu hugbúnaðar, sjónvarpa, mynddiskaspilara o.s.frv.) þá hefði það léttilega geta farið með þeirra fjárhag. Hefurðu t.d. velt því fyrir þér hvernig SEGA dó?
Að hafa Wii svona underwhelmingly powered en með nýrri tegund stjórntækja var því eitt það sniðugasta sem Nintendo hefði getað gert í stöðunni - og í rauninni miklu minni áhætta fyrir þá heldur en að koma á markað með nýja dýrari vél sem þar að auki hefði ekki aukið traust 3rd party aðila eins gríðarlega og Wii hefur gert.
Ef að þér finnst grafíkin skipta svo svakalega miklu máli að ekkert getur bætt upp fyrir slaka grafík þá er það vitaskuld þitt mál - en aftur á móti virðist Wii launchið í Bandaríkjunum og viðtökur á vélinni um allan heim (þ.m.t. Íslandi) hafa sannað að galdurinn felst ekkert alltaf í grafíkinni.