Ólíkt Nintendo þá ætlar Sony að halda sig áfram við hefðbundna hönnun svipaða DualShock og því verður hreyfiskynjunin aðeins auka fítus en ekki megin tilgangur fjarstýringarinnar eins og Wiimote.
Enda eru Sony og Nintendo með ólíkar áherslur áherslur á hvað er next-gen í dag - Sony virðast halda að grafíkuruppfærslur á meðan Nintendo leggur áherslu á að breyta því hvernig leikirnir eru spilaðir.
With Wii, Nintendo has taken the idea of breaking with the past and made a console with the somewhat overblown code name “Revolution”, all in the hope of dramatically changing the way things are done. - Satoru Iwata, forseti Nintendo
Satt að segja finnst mér stórskrýtið að hafa Wii Remote sem “standard controller” fyrir Wii vegna þess að fólk þarf síðan að kaupa annað hvort Wii Classic Controller eða nota GameCube fjarstýringuna til þess að geta spilað Virtual Console, GC leiki, alla verandi og verðandi leiki sem styðja ekki hreyfiskynjun eða einfaldlega henta ekki Wiimote. Fjarstýring með svona fáa takka á víð og dreif mun lenda í vandræðum.
Ég er sammála því að það sé ákveðinn galli að classic controller fylgi ekki pakkanum. Aftur á móti er góð ástæða fyrir því af hverju Wiimote er standard fjarstýringin fyrir Wii: Til þess að neyða framleiðendur til þess að vera skapandi í gerð leikja sinna. Ég veit ekki betur en að það hafi tekist alveg ágætlega hingað til. Allir launch leikirnir munu styðja hreyfiskynjunina í Wiimote.
Þrátt fyrir að SIXAXIS sé e.t.v. ekki með jafn fullkomna hreyfiskynjun og Wiimote þá mun hún samt sem áður vera eina fjarstýringin sem býður upp á bæði venjulega fjarstýringu og hreyfiskynjun í einni og sömu stýringunni en það gæti t.d. haft í för með sér að leikir sem yrðu gefnir út á PS3 og styddu hreyfiskynjun myndu ekki fá að njóta hreyfiskynjunar ef þeir yrðu á annað borð gefnir út á Wii sökum þess hve Wiimote er í raun takmörkuð við sína sérstæðu leiki.
Enn og aftur, Sony eru ekki að reyna að breyta því hvernig leikirnir eru spilaðir, heldur hvernig þeir líta út. Aftur á móti munu flestir PS3 leikir notfæra sér hreyfiskynjunina á einhvern hátt, að sögn Sony.
Þar að auki hugsa ég að það sé alveg rétt sem Bill Gates sagði í viðtali þegar hann var spurður álits á fjarstýringum með hreyfiskynjun: “There's room for innovation here, but moving that controller around — it's something that's not mainstream for most games,”.
Það var heldur ekki mainstream að vera með tvo skjái og snertiskjá á handheld leikjatölvunni en við vitum öll hvernig DS hefur gengið síðan vélin kom út. Ekki hefur neinn PSP leikur selst í 4 milljónum eintaka í Evrópu einni saman líkt og Nintendogs, er það nokkuð?
Því má bæta við að Wii Remote þarf tvær AA rafhlöður til notkunar en það verður hins vegar hægt að hlaða SIXAXIS með því að tengja USB snúru við PS3 og því getur maður jafnframt valið milli þess að vera með snúru eður ei.
Tvær venjulegar AA rafhlöður duga í það minnsta í 30 klukkustunda spilun ef bæði nun-chuck og wiimote eru notuð - 60 klukkustundir ef það er bara Wiimote sem er notuð (fyrir leiki á borð við Wii Sports og Wario Ware sem nota bara Wiimote). Ég verð að segja að mér finnst það ekkert óásættanlegra en að þurfa að tengja USB snúru við fjarstýringuna mína á 15 tíma fresti.
Þó svo að hreyfiskynjun muni koma til með að vera a.m.k. í Wii Remote og SIXAXIS þá er ekki þar með sagt að hún muni verða ákjósanlegur kostur til stýringar í tölvuleikjum… nema því eins að leikurinn geri þá kröfu eða gangi beinlínis út á að maður verði að nota hreyfiskynjunina og því ekki um neitt val að ræða.
Eins og ég nefndi fyrir ofan var Wiimote hönnuð í því markmiði að fá framleiðendur til að vera skapandi. Það er rétt að hreyfiskynjun hefur ekki sannað sig og Nintendo vita það mætavel - en miðað við þetta “buzz” sem þeir eru búnir að fá síðan á E3 þá getur vel verið að staða gyrotækni í leikjum muni breytast frá því sem hún er í dag.
Það getur vel verið að Wii muni floppa með þessari tækni sinni - en aftur á móti tel ég það mjög ólíklegt. Jafnvel þótt þeir myndu ekki ná að troða Sony niður í samkeppninni þá gætu þeir engu að síður skotið sér inn á ansi mörg heimili, jafnvel sem second console.
We knew that there was no future on the conventional path. That path would eventually lead to a battle of sheer brute force with our competitors, and fewer and fewer consumers would be able to keep up. So the only thing we were sure of at first was the fact that we wanted to point the company in a different direction. - Satoru Iwata, forseti Nintendo
Markmið Nintendo er að fjölga þeim sem að spila tölvuleiki. Það gera þeir með því að hanna user-friendly leikjatölvu með user-friendly fjarstýringu. Þótt conventional controller eins og Xbox 360 og PS3 controllerinn styðji fleiri actions í leikjum þá þýðir það ekki að allir aldurshópar muni endilega gleypa við henni. Eins og er þá er PS3 stíluð á fólk sem er loðið á milli handanna og vill brutal action með flottri grafík - á meðan Nintendo vill að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.