Ég var heldur ekki að segja að það væri fráleitt að hann væri
almennt talinn besti leikur allra tíma.
Málið er að þessir listar sem þú nefnir taka ekki með í reikninginn þá leiki sem komu út áður en að leikjagagnrýni hóf göngu sína á veraldarvefnum en það þýðir að þarna eru engir leikir eldri en um 10-11 ára…
Af gefnu tilefni vil ég vekja athygli á einum ágætum lista á GameSpot sem ber heitið
“The Greatest Games of All Time” en það besta við hann er að leikjum er ekki mismunað í sæti eða gefinn einkunn.