Já ég er sammála því að Xbox og GameCube fjarstýringarnar henta mun betur fyrir fyrstu persónu skotleiki heldur en DualShock 2 en annars hefur mér alltaf fundist FPS frekar eiga heima á PC og Mac heldur en leikjatölvum sökum þess að enginn stýripinni jafnast á við lyklaborð og mús þegar kemur að FPS… samt eru þeir vissulega kærkomin viðbót fyrir þá sem hafa áhuga.
Sem einlægur aðdáandi hefðbundinna bardagaleikja þá er það mín skoðun að DualShock 2 sé skástur af þeim stýripinnum sem núna eru á boðstólnum.
Helstu rök fyrir því er fyrst og fremst staðsetningin á D-pad sem að mínu mati er afar óþægileg bæði á GC og Xbox stýripinnunum en í slagsmálaleikjum þá notar maður ekki analog pinna heldur er nauðsynlegt að nota D-pad (eða joystick).
Sony gaf út fyrsta
“Dual Analog” stýripinnann þann 25. apríl 1997 í Japan og hann var jafnframt fyrsti stýripinninn með analog pinna sem einnig er takki ef þrýst er niður á það (L3 og R3).
Í tölvuleiknum Bushido Blade frá Square sem kom út um svipað leyti sama ár þá er hægt að nota báða pinnana í einu (vinstri fyrir hreyfingar, hægri fyrir árásis og vörn) en samt sem áður var þetta aðeins digital stýring með analog pinnum.
Ape Escape sem kom út 2 árum seinna (1999) var síðan fyrsti leikurinn þar sem maður þurfti að nota báða pinnana og studdist við analog að fullu.
Seinna árið 1997 gáfu Sony út DualShock sem dregur nafn sitt af því að í honum eru tveir rumble mótorar sem hrista í stereo.
Árið 2000 gaf Sony út DualShock 2 með PS2 sem var fyrsti stýripinninn með “pressure sensitive” tökkum (D-pad og allir takkarnir nema Start, Select, Analog mode, L3 og R3).
Varðandi hvort PS3 stýripinninn verði með eða án rumble þá hefur það ekki verið endanlega staðfest:
http://www.businessweek.com/innovate/content/may2006/id20060519_077964.htm?chan=innovation_game+room_top+storiesAð lokum langar mig til að vekja athygli á örfáum fróðlegum staðreyndum:
Magnavox Odyssey frá 1972 var fyrsta leikjatölva sögunnar og “Shooting Gallery” var sömuleiðis fyrsta “light gun”.
Bally Astrocade frá 1977 var fyrsta leikjatölvan með 4 innstungur fyrir stýripinna.
Vectrex og
Atari 5200 frá 1982 voru fyrstu leikjatölvurnar með “analog” stýripinna.
Atari Lynx frá 1989 var fyrsta handleikjatölvan með litarskjá.
SNK Neo-Geo frá 1990 var fyrsta leiktækjavélin (MVS) og leikjatölvan (AES) með flytjanlegt minniskort til að vista leik og high-score.
Atari_Jaguar frá 1993 var fyrsta 64-bita leikjatölvan.
CH Products gáfu út í mars 1997
fyrsta stýripinnann með “force feedback technology” en Nintendo gaf út “rumble pak” fyrir N64 einum mánuði síðar.
Game.com frá 1997 var fyrsta handleikjatölvan með “touch screen” og skriffæri “stylus”.
Sega Dreamcast frá 1998 var fyrsta leikjatölvan með innbyggt módem og Internettengingu fyrir netspilun. Einnig var Dreamcast stýripinninn sá fyrsti til að vera með með gikki “triggers”.