Það voru nú líka tveir analog pinnar á bjúgverplinum, auk þess sem það eru einnig 2 analog pinnar á GameCube, Wii Classic Controller, Xbox og Xbox 360 stýripinnunum… eða með öðrum orðum þá hafa “Dual Analog Sticks” verið staðallinn alveg síðan Sony kynnti þau í apríl 1997, Dreamcast stýripinninn er með fullri virðingu eina undantekningin.
Kannski var þetta ekki svo vitlaus hugmynd hjá Sony eftir allt og ég hugsa nú að meira hafi spilað inn í heldur en einungis útlitið… en ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér einmitt bjúgverpillinn snúast fyrst of fremst um útlitið og þess vegna skil ég einfaldlega ekki hvernig þú getur sagt að hann sé augljóslega hannaður til að passa betur í lófana, ég meina horfðu nú einu sinni vel og vandlega á þessa hönnun og segðu mér að hún henti ekki betur sem kastvopn heldur en leikjastýripinni… ég sé að minnsta kosti hvergi að hún sé löguð að höndunum sérstaklega auk þess sem maður nær eflaust ekki nærri því jafn góðu taki utan um hana.
Svo vil ég ekki að þú kallir mig “Sony fan” í sambandi við leikjatölvur nema þú kallir mig Sega, Nintendo og Neo-Geo fan í leiðinni…
Æfingin skapar meistarann