Fyrir það fyrsta þá get ég bara spilað UMD diska í vélinni, og þá þarf að kaupa sér í lagi. Það er alveg hrikalega dýrt að kaupa allt myndasafnið sitt á UMD og ég sé bara ekki neina glóru í því að eyða pening í eitthvað sem ég get horft á í sjónvarpi eða ferða dvd spilara.
MP3 afspilunin er mér engin lausn þar sem það fylgdi bara 32mb kort með vélinni og um það leiti sem ég eignaðist 1GB memory stick duo var ég kominn með 60GB iPod. 60 sinnum meira pláss fyrir ekki nema þrefaldan þann pening sem 1GB kort kostar úti í búð.
Web browserinn er ekki nauðsynlegur, nú til dags er allt morandi í netkaffihúsum, ofan á það tekur alveg heillangan tíma að hlaða inn vefsíðum á vélina. Hot spots eru hvort eð er ekkert rosalega algengir, og eins og ég sagði, fartölvan mín gengur inn á þá alla… svo get ég ekki notað browserinn hvort eð er því vélin mín er með firmware 1.5 (downgradeað úr 1.52) og ég hreinlega tími ekki að upgradea. ;)
Ég hef sagt það áður og segi það enn; ef ekki væri fyrir homebrew möguleikana í 1.5 þá væri þessi vél ekki neitt fyrir mér. Það er svo sem fínt að geta sótt leiki af netinu og spilað á vélinni, nú, eða klárað Mega Man leikina á NES í hléum í skólanum. En þegar fleiri eru með mér tek ég frekar upp DS og spila með þeim… ég á einn vin sem á PSP, hátt í 10 sem eiga DS, finnst fátt skemmtilegra en að taka Mario Kart leiki með þeim eða heimsækja þá í Animal Crossing.
Til þess að PSP fái mitt atkvæði verður leikjaúrvalið að vera mun meira. Ég eyddi 23.000kr í vélina þegar hún kom út 1. september og ég sé ennþá eftir því, hálfu ári seinna… ég hef ekki þolinmæðina í að bíða í hátt í 6 mínútur (sjá þráðinn minn á spjallborðunum) eftir að geta spilað leik, og ég hef lítinn áhuga á að horfa á bíómyndir á pínulitlum skjá. Ég hef aðgang að tölvum næstum því hvert sem ég fer, og ef ég hef hann ekki þá sakna ég hans lítið þar sem ég veit að allt sem við kemur netinu mun bíða mín þegar ég kem heim.
Allaveganna fyrir mitt mat þá er PSP lítið annað en hurðastoppari í núverandi mynd.
Annars, best að snúa mér að þeim ásökunum að ég sé Nintendo fanboy. Ég er ekki eins harður og ég virðist vera, ég á allar current-gen tölvurnar, DS og PSP meðtaldar, og nýverið hef ég verið að njóta mín í leikjum á PS2, leikjum eins og Shadow of the Colossus og We Love Katamari. PSP varð mér alveg gífurleg vonbrigði og mér finnst hreinlega sárt að sjá svo marga gleypa við þessari gjöf, leika sér með hana í örfáa daga og svo gleyma henni þar sem voðalega fáir leikir eru til á hana sem er virkilega þess virði að spila, sérstaklega ef tekið er mið af úrvalinu sem DS býður upp á.
Ég veit að Sony ætlar sér að snúa sér að enn stærri markaðshópi en Nintendo hvað handheld markaðinn varðar. Keep it simple, keep it fun. PSP býður einfaldlega ekki upp á það sem ég bið um sem leikjatölva, þeir hefðu þess vegna getað sleppt leikjunum og hún væri líklega á svipuðu róli í dag. Einfaldlega vegna þess að það stendur “Sony” á henni.
Kallaðu þetta Nintendo dýrkun, en ert þú þá ekki bara Sony fanboy að gleypa við þessum fídusum eins og barn gleypir við sælgæti sem því er gefið?
Ég skil hvað þú átt við, og ég er fullkomnlega sammála þér með leikjaúrvalið.
En þar sem ég er ekki með fartölvu, þá nota ég þessa tölvu iðulega í skólanum, fer á netið, hlusta á tónlist, horfi á þætti, og fleira.
Málið er að ég nenni ekki að hafa sérstaka græju fyrir sérstaka möguleika t.d. ipod, fartölvu, og allt þetta þann kost sem ég sé í psp er að það er allt þarna í einni græju. Gæðamöguleikarnir eru ekkert þeir bestu, en þeir duga mér alveg. Þetta er alveg nógu gott fyrir mig.. ;)
En ég skil þig hvernig þú lítur á þetta, ef þú ert ánægður með DS þá er það bara gott mál ..;)
0