Tekken 3 - Motion Capture Hér má sjá nokkra “Motion capture” bardagalistarleikara að störfum við gerð tölvuleiksins Tekken 3 sem kom fyrst út í spilakassa sumarið 1997 en síðan rúmlega ári seinna á Playstation. Glæsilega framkvæmt “Motion capture” í leikjum eins og Tekken og Soul Calibur er megin ástæðan fyrir því að margar hreyfingarnar í þessum leikjum virðast jafn raunverulegar og raun ber vitni.
Þess má geta að Tekken 3 var fyrsti leikurinn sem notaði “Namco System 12 board” en það er sama leikjavél og var notuð í Soul Calibur þegar hann kom fyrst út í spilakassa árið 1998. Leikjavélin í Soul Calibur var síðan uppfærð þegar hann var gefinn út á Dreamcast árið 1999.

Nánar má lesa um “Motion capture” hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Motion_capture
Æfingin skapar meistarann