Já, hann er líka mjög gáfaður. Hann er alltaf að læðast um í skuggum og felandi sig frá óvinunum en ákveður samt að setja græn ljós á hausinn á sér svo hann lítur út eins og gangandi ljósastaur.
Akkúrat, þetta er þetta bjánalega Hollywood syndrome sem maður sér alltaf í bíómyndunum.. Ef menn eru með nightvision gleraugu á annað borð þurfa alltaf að vera einhver geðveikt flashy ljós á þeim til að þau líti kúl út en eru auðvitað gersamlega óþörf og væru bara til þess að gefa óvinum upp staðsetningu þína ef þetta væri í raunveruleikanum. Svo er annars ekki óalgengt að sjá myndir þar sem elite hermenn eða jafnvel hermenn í framtíðinni ganga um í myrkri með vasaljós á byssunni, sem er bara ennþá fáránlegra.
Annars skilur maður alveg af hverju Splinter Cell liðið gerði þetta, þetta lúkkar kúl og er ca. það eina visually sem gefur Sam Fisher einhvern karakter eða trademark.