Reyndar sagði hann að DS er eftir á miðað við grafík. Sem er staðreynd.
Annars er bottom-line-ið að það er ekkert hægt að segja t.d. Psp er betri. Eða DS er betri. Það fer bara eftir hverjum og einum hvora tölvuna hann fýlar.
Ég keypti PSP því mér finnst cool að geta horft á myndir og spilað tónlist og svona. Svo fýla ég skjáinn í tætlur líka.
En ég get alveg sagt þér það, að ég átti í basli með að velja hvora tölvuna ég ætti að kaupa. En endaði svo á að kaupa PSP eins og ég sagði.
Mér finnst þetta barnalegt “stríð” endalaust, einstaklingurinn velur það sem hann velur, punktur.
Ég er alveg búinn að flakka á milli Sony og Nintendo í gegnum tíðina, Zelda: Ocarina of time er t.d. einn af bestu leikjum sem ég hef nokkurn tíman spilað. Svo ekki sé minnst á gömlu NES leikina.
Samt finnst mér fjölmargir PS leikir mjög góðir líka, eins og MTG leikirnir og fleiri svona klassa leikir. Ef ég þyrfti að velja 1 besta leik sem ég hef spilað væri það umhugsunarlaust Zelda: Ocarina of time. Samt keypti ég PSP =) Hvað er ég þá ? Blendingur ? ;)
Verum bara allir vinir…þá gengur allt svo miklu betur.