Ég hef tekið eftir því í bestu leikjum dagsins í dag að þeir treysta eiginlega ekkert á grafík þótt það sé ROSALEG grafík í
þessum leikjunum. Ég tek Metal gear solid 2 sem dæmi en hann er með svakalega grafík, samt sem áður þá gæti hann alveg verið með eins grafík og fyrri leikurinn og verið alveg jafn góður. Eini munurinn á grafíkinni er að hún er miklu meira “smooth”. Að vísu þá myndi enginn sætta sig við það að Ps2 leikur lyti út eins og PSone leikur. Gran Turismo 3 er annað dæmi í þessum málum, grafíkin er að sjálfsögðu fáránlega góð en hann gæti alveg litið út eins og númer tvö sem er alveg jafn góður leikur bara mætti bara vera aðeins betur skipulagðari af því maður þarf að fara út um allt í leiknum til að taka þátt í einstökum keppnum. Ef þið eruð annaðhvort ósammála eða vitið um önnur dæmi þá endilega koma með þau :).
!shamoa maaphukka!