Xbox 2
Ég var að heyra að Microsoft væri að fara gera Xbox 2 og mér finnst þetta algjört rugl, bara út af því að Sony er að fara gera PS3 þá þarf microsoft að gera Xbox 2 og Xbox er ekki búið að vera á markaði í hálft ár hér á Íslandi. Xboxið er ekki að nýta kraftinn sem mest undir leikina eins og PS1 gerði, ég var t.d að spila Driver 2 og mér fannst eitt vera að skemma leikinn og það var að leikurinn var svo hægur og höggti soldið (annað en með Driver 1). Ég veit samt að Xbox 2 kemur í fyrsta lagi seint árið 2003 í USA eða seinna, þá er það aðeins búið að vera 2 ár á markaði þar. En maður veit að PS3 á eftir að vera með mikið öflugri leikjatölva en Xbox en það er einn ókostur við Xboxið og hann er að hvað er lélegt geisladrif. Ég var að spila nýjan og smá reispaðann og hann var að högta, en með PS þá fékk ég lánaðann leik hjá vini mínum sem var næstum óspilanlegur því hann var svo reispaður en ég þurfti bara að taka rikið af og þá var það komið og það var allt í lagi með það. En svo kemur Nintendo með GameCube sem er líka snilldartölva en þeir koma svona 1-2 mánuðum á eftir Xbox. Microsoft og Sony að fara gera nýjar tölvur en Nintendo hefur vitið með að bíða og láta tölvuna endast eins og t.d N64 sem var að endast í 6 ár þangað til að næsta leikjatölva frá þeim kom. Ég ætla samt að segja að Sony sé að gera góða hluti af því að gera PS3 en Microsoft er að gera stór mistök, þeir eiga kanski eftir að tapa á þessu.