Mér þykir þetta mjög slæmt. Þeir ætla að halda áfram sömu leiðinlegu taktíkinni á þessum markaði eins og þeir gera á PC markaðnum, kaupa alla samkeppni og bara allt. Mér persónulega finnst þetta ömurlegt af þessu fyrirtæki að vera svona rosalega peningagráðugir.
Ég segi bara eitt… ef M$ eru að fara að gera það sama og ég held að þeir ætli að gera, þ.e kaupa allt og alla, þá er ég hættur að versla mér tölvuleiki og leikjatölvur. Ég styð engan vegin svona óþverrahátt og kolkrabbastarfsemi. Þetta er það sem ég óttaðist að myndi gerast ef þeir kæmu inn á markaðinn og það virðist ætla að verða af því.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég þoli þá ekki. Auk þess sem ég veit að margir leikjaframleiðendur (ekki fyrirtækin sjálf) vilja ALLS ekki vinna hjá eða undir þessu fyrirtæki. Sjá til dæmis Rare. Þar eru margir af þeirra bestu mönnum hættir útaf því M$ keyptu Rare. Where did they go? Zoonami t.d sem inniheldur hluta af gamla GÓÐA Perfect Dark liðinu. Ef þetta heldur svona áfram þá eiga mörg fyrirtæki eftir að leysast upp vegna andstöðu fólks innan fyrirtækja. So sorry en þið sem haldið að M$ sé að gera góða hluti fyrir markaðinn með því að ætla sér að einoka hann og vera svona alsráðandi, think again… Þetta kemur niður á okkur consumers. Hærra leikjaverð, hærra leikjavélaverð og svo framvegis.
Ég er líka nokkuð viss um að ég er ekki sá eini, það eru margir sem myndu ekki vilja þetta. Margir voru og eru nógu andskoti fúlir yfir því að M$ komu inn á markaðinn til að byrja með, hvað þá gersamlega að drepa hann með einokun eða mikilmennskubrjálæði. Það eitt að styðja svona fyrirtæki er mjög slæmt í mínum augum. Úff…
Ekki viljið þið þetta? Ég neita að trúa því að þið séuð hrifin af því að þetta sé að fara til fjandans (bókstaflega).
Í mínum augum er leikjatölvumarkaðurinn að verða að enn einu M$ fuck up og það finnst mér crap.
<br><br><i> “What if everything you see is more than what you see, the person next to you is a warrior and the space that appears empty is a secret door to another world? What if something appears that shouldn't? You either dismiss it, or you accept that there is much more to the world than you think. Perhaps it really is a doorway, and if you choose to go inside, you'll find many unexpected things.” </i>
<b> -Shigeru Miyamoto </b>
<a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn"> Kasmír síðan! </a