Kojima sagði eitt sinn í viðtali á E3 2001 að hann langaði mikið til að hanna leik fyrir GameCube. Það varð þó ekki mikið úr þessum orðum hans.
Nokkrum mánuðum fyrir E3 2002 spruttu upp orðrómar um að Kojima væri í raun og vera að vinna að GameCube leik . Orðrómarnir dóu þó fljótlega út, og urðu að engu eftir að MGS:Substance var afhjúpaður.
En á leikjasýningu Nintendo í Frakklandi sem var haldin nú á þriðjudaginn virðist eitthvað nýtt hafa komið í ljós. Leikir eins og Final Fantasy GC, Donkey Kong Racing og Perfect Dark Zero voru allir á útgáfulista frá Nintendo of Europe. Það sem hefur þó vakið meiri athygli er nafnið Eclipse, en það er <a href="http://www.gf-data.de/gamefront-temp/eclipse.jpg“>eini leikurinn sem er listaður undir Konami</a>. Þýðir þetta að undrabarnið Hideo Kojima sé að vinna að leik fyrir GameCube?
<a href=”http://www.gamefront.de“>GameFront.de</a> vilja meina það. Sagt er að Kojima hafi lýst leiknum sem ”<i>a game focused on the family unit and telling the story of a son trying to “eclipse” his father's legacy</i>“.<br><br><hr size=”1“>
<img src=”http://www.islandia.is/gunnarv/robert/royalfool.jpg“><p>
.::<b><font face=”Verdana“ size=”1“>Royal Fool</font></b>::.<br>
<i><font size=”2“>”You've been Fooled"</font></i