Þyngd bílanna er mun betri en í GT3, sem skilar sér í raunverulegra gripi og bara handling almennt. Það er miklu betra jafnvægi á lóðréttu og lágréttu gripi, þ.e. dekkin grípa í beinni línu en geta samt misst grip í beygjum. Mjög góð þróun.
Autumn Ring er alveg frábær braut, og flott líka. Það liggja laufhrúgur undir trjám víðsvegar utan brautar, sem þyrlast upp ef spólað er á þeim. Flott díteil!
Það er betri speglun í bílunum, og texture í brautunum hefur verið bætt, og allt virkar meira smooth en í gt3.
Chrysler Crossfire concept bíllinn er búinn sjálfvirkum væng að aftan sem lyftist upp á 120km/h, og sígur aftur niður þegar hægt er á ferðinni. Díteil!!
Leikurinn hermir vel eftir mismunandi gírkössum, venjulegum sjálfskiptingum, CVT og einhverjum sequential paddleshift skiptingum, og eykur það á raunveruleikann.
Vantar bara fleiri brautir, góðar götubrautir í stað rallýbrautanna.<br><br>:
.
<img src='
http://home.graffiti.net/webs/whosdubious2.jpg' />
.