Nú er orðið doldill tími síðan það voru umræður um samanburð á milli x-box eða playstation2 hérna, nú langar mig að vita hvort þið hafið eitthvað skipt um skoðun og vitið eitthvað um hvort það sé eitthvað að fara gerast í þessum málum eins og t.d.
Hvaða leikir eru að koma núna?
Verður lækkunin eitthvað meiri á tölvunum á næstunni?
Ég hef stundum séð að fylgihlutir eru byrjaðir að fylgja með tölvunum sem áður komu strípaðar, DVD playback og fjarstýring og svoleiðis, vitið eitthvað meira um það mál hvaða varðar verslanirnar?
Mig langar doldið í núna x-box og svo ætlaði ég að kaupa tvo leiki, Halo og GTA3 og aukastýrpinna og svo dvd startpakkann. Hvar er ódýrast að kaupa þetta akkúrat núna og er munur á milli verslanna hvort þau láti eitthvað fylgja með?
Ég hef séð ps2 á 29999 í Bt í dag og hef séð notaðað tölvur með einhverjum leikjum auglýstar á 20-25þús, er ég að fá helmingi betri tölvu fyrir helmingi meira verð?, og þá meina ég x-box í samanburði við playstation2?
Takk fyrir