Þetta er ótrúlega öflugur leikur í anda GTA 3, nema hvað sögusviðið er London og hægt er að fara inní sum húsin. Ég er búinn að vera að spila útgáfu af leiknum og ég er impressed. Miklu raunverulegri grafík og driving model en í GTA 3.
Driving modelið í leiknum er ótrúlega vel gert, reyndar tekur smá tíma að venjast því að keyra öfugu megin eins og þeir gera í Bretlandi.
Action modelið, þ.e.a.s. þegar maður labbar um inní húsum og svo framvegis er eiginlega blanda af Metal Gear Solid 2 og Max Payne.
Til að gera umhverfið sem raunverulegast fóru gaurarnir hjá Team Soho (framleiðendur leiksins) með digital cameru um alla London og tóku fleiri þúsund myndir og settu inní leikinn.
Öll cutscene í leiknum er leikin af alvöru leikurum og síðan skönnuð inn og spilast sem tölvugrafík.
Söguþráður leiksins er stórt atriði og er handrit leiksins fleiri hundruð síður.
The Getaway er einhver metnaðarfyllsti leikur sem unnið hefur verið að fyrir PlayStation 2 og er væntanlegur í Nóvember.
Foxarinn