ég hef svona verið að spá út í raddir í tölvuleikjum, ef maður hugsar út í leiki eins og resident evil þar sem þeir hafa fundið einhvað fólk af götunni og troðið micraphone upp í kjaftinn á þeim og skipað þeim að fara með nokkrar línur! eða í ffx þar sem tildæmis yuna sem spilar í rauninni tilfinningafyllsta partinn í leiknum (grætur nokkrum sinnum og bla bla bla) talar eins og hún sé klippt út úr sápuóperu!
afhverju ekki að fá einhverja fræga eða góða leikara í leiki eins og ffx þar sem er sagt tugir þúsunda línur held ég! eins og er gert í teiknimyndunum, ég meina í FF myndini voru raddir eins og steve buscemi og margir frægir. en afhverju geta tölvuleikjafyrirtækin ekki fengið fræga leikara í leikina líka? það er ekki eins og þetta séu einhverjir fátæklingar sem hafa ekki efni á því….