Þetta er bara prinsíp mál hjá mér. Ég held að þú ættir nú að lesa þér aðeins meira til um þetta. Það voru ólöglegar afritanir sem drápu Dreamcast. Þó að Sega hafi selt alveg ágætlega mikið að tölvunni sinni þá voru sum fyrirtæki sem gáfu út leiki aðeins að gefa þá út í 5-10.000 eintökum, sem er gríðarlega lítið miðað við fjölda véla sem var í gangi. Megintekjur allra leikjatölva hafa alltaf verið leikirnir og þrátt fyrir það að Dreamcast sé með eitt besta hlutfall góðra leikja af öllum leikjatölvum, þá voru þeir ekkert að seljast. Það hefur í raun aldrei sést jafn umfangsmikill og skipulagður pirate iðnaður í kringum neina leikjatölvu, ekki einu sinni PSX. Þetta var aðallega að gerast í Bandaríkjunum þannig að ég er ekkert hissa á því að þetta hafi farið framhjá ykkur. Ólögleg leikjaafritun er samt slæm að öllu leiti og þeir sem stunda hana með sölu í huga eiga bara heima á bak við lás og slá að mínu mati.