Ég fór í B.O á föstudaginn og þeir sögðu mér að Star Wars kæmi eftir hádegi. Jæja ég kom aftur um 2-3 leitið og þá sagði annar gaur “leikurinn bara kom ekki, gæti verið að honum hafi verið stolið úr sendingunni”. En hann kæmi á mánudag/þriðjudag. Jæja, enn og aftur fór ég þangað áðan. Hvaða svar fæ ég þá? “Við fengum einhver 3 eintök, klúður hjá þeim úti” og ég spyr hvenær hann kemur aftur “sennilega í næstu viku, seinni partinn í næstu viku”. GAH! Pirrandi! Í mínu pirraða skapi fór ég niður í BT og athugaði þar, beið í c.a 10 mín eftir að einhver kelling hætti að tala við sölumann. Ég spurði hann hvenær SW:RL kæmi “Þeir eru komnir á lager en komast ekki í sölu í dag, verða komnir í fyrramálið”.
Jæja ég spyr því….hvað er í gangi með B.O? Eru þeir engan vegin að geta þetta?
Þetta er undirskrift