PS3 netvandamál
Ég er búinn að reyna að tengjast við netið á PS3 tölvunni minni og það gengur brösulega. Ef ég nota þráðlausa netið fæ ég svona 30 - 35% signal strength, ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að tölvan er frekar langt frá routernum. Ef ég tengist við netið með snúru þá virkar það bara ekki. Kemur alltaf einhver DNS Error. Er búinn að googlea þetta á fullu og er búinn að prófa fullt af hlutum en það virðist ekkert ná að lagast. Væri fínt ef einhver hérna gæti sagt mér hvað ég get gert áður en ég bilast og hendi tölvunni út um gluggann.