Þetta er undirskrift
WaveBird
Jæja þá hefur WaveBird controllerinn fyrir gamecube verið sýndur opinberlega ekki bara sem hlutur í hillu heldur prófanlegur. Þeir sem prófuðu hann segja hann vera jafnþungur venjulegum GameCube controller en munurinn er sá að neðri hlutinn er aðeins kassalagur vegna battería. Einnig er ekki rumbler í WaveBird því jú hann bara sendir upplýsingar en tekur ekki við þeim. Það sem kom þeim á óvart (þeim á cube.ign.com) var það að ólíkt mörgum third-party wireless controllers þá virkaði WaveBird í allt að 10 metra fjarlægð án þess að hiksta. Og það jafnvel bakvið veggi og tjöld. Einnig fannst þeim fyndið að sjá “óreynda” blaðamenn leita að snúrum og reyna að stíga ekki á “snúrurnar”, einnig leituðu þeir að snúrum sem áttu að vera faldar undir teppum. Sad :) Ég persónulega ætla mér að fá WaveBird þegar hann kemur, mér finnst það charming að geta legið hvernig sem er og ekki þurft að hafa áhyggjur af snúrum og að einhver labbi á snúruna og kippi úr sambandi. Wavebird á að koma í júní minnir mig, sama dag og Eternal Darkness (ÚH!) og kostar um $39 sem er ekkert voðalegt fyrir wireless controller sem VIRKAR! Takk fyrir það og keep playing…