Að stækka harðadiskinn hjá sér
Ég er að spá í því að skipta um harðadiskinn í vélinni minni úr 40gb í 500gb og nota tölvuna líka sem flakkara en er hinsvegar að velta því fyrir mér hvort að hún styðji alla helstu file-a t.d. .avi, ég google-aði þetta og sé að hún styður t.d. mkv en það er hinsvegar bara þegar þú ert að horfa á BluRay myndir, þ.e.a.s. þú getur ekki sett inn mkv file-a inn á velina og horft á þá. Þú getur streamað þeim eða horft á BluRay myndir þannig að upplýsingarnar sem ég hef aflað mér á netinu hafa ruglað mig smá.