Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að tala þá eru leikirnir í gömlu arcade vélunum á PCB borði (Rafmagnsspjald)og svipar oftast í stærð við PC móðurborð eða minna en það, en þeir eru allir breytilegir í stærð og útliti. Flestir þeirra voru með betri grafík heldur en þáverandi console tölvur og margir þeirra hafa aldrei sést annarstaðar en í spilakassa eða emulator.
Ég er aðalega leitandi að leikjum sem tengjast með JAMMA tenginu en ég skal glaður skoða allt sem kemur á yfirborðið. JAMMA leiki, Neo-Geo SNK, Sega, eldri leiki, ómerkta leiki, jafnvel leiðinlega leiki, bara svo lengi sem þeir komu úr, eða eru í spilakassa.
Ég er að spurjast fyrir um þetta til að ákvarða hvort einhvað af leikjum sé til fyrir mig að kaupa hér á landi eða hvort Ebay væri einfaldlega málið.
“Don't mind people grinning in your face.