Sony íhugar að nota dreifða netvinnslu fyrir PS3
ath tekið úr mbl.is
Sony hefur hafið undirbúning að framleiðslu PlayStation 3 leikjatölvunnar, en fyrirtækið hefur kannað hvort ekki sé hægt að dreifa vinnslunni yfir Netið til þess að auka vinnslugetu næstu leikjavéla frá fyrirtækinu.
Talið er að fátt bendi til þess að hægt verið að auka vinnslugetu nýrra leikjatölva með þeim vélbúnaði sem er fyrir hendi í dag. Sony hefur af þeim sökum unnið með IBM í slíku rannsóknarstarfi, að því er fram kemur á vefsvæðinu zdnet.co.uk. Segir að dreifð vinnsla, sem byggist á því að nota tölvur, sem eru í lítilli notkun, yfir Netið sé meðal annars notuð í rannsóknarstarfi háskóla, en slík tækni geri fyrirtækjum og stofnunum meðal annars kleift að sinna flóknum verkefnum án þess að fjárfesta í dýrum búnaði.
Nú spyr ég hver munn vinna xbox gamecube eða ps3 ????