Eins og svo margir leikjaunnendur keypti ég Xbox 360 stuttu eftir að hún kom út. Þetta virtist gott val, PS3 var handan við hornið en 360 leit betur út til að byrja með. Hún var mun ódýrari og virtist hafa upp á mikið fleiri exclusive leiki að bjóða.
Nú hefur hinsvegar komið annað upp á borðið. Ég er alveg kominn með nóg, það er hreinlega móðgun við kaupendur að svona ruslvöru eins og Xbox 360 hafi verið þröngvað upp á okkur, Microsoft hafa yfirtekið leikjamarkaðinn með mútum og ég styð ekki við þetta lengur.
Eftir að hafa fengið mér PS3 hef ég komist að því hversu mikið betri hún er. 360 tölvan bilaði nýlega í annað skiptið og ég ætla ekki einu sinni að hafa fyrir því að gera við hana, hún fer bara í ruslið.
Kostir sem PS3 hefur fram yfir Xbox 360:
-Hljóðlátari
-Bilar ekki á þriggja mánaðarfresti
-Blu-Ray spilari
-Betri fjarstýringar með hlaðanlegum Lithium batteríum, ekki venjuleg batterí eins og í 360 sem er fáránlegt system
-Innbyggt Wi-Fi, fáránlegt að 360 skuli ekki vera með fítus sem flestir FARSÍMAR eru með nú til dags.
-Ókeypis netþjónusta, hafið þið reiknað út hvað Xbox Live kostar fyrir Íslendinga í dag eins og gengið er? Þetta er rán
-Betri grafík í leikjum eins og Uncharted 2 hefur sannað (gjörsamlega valtar yfir allt á Xbox 360)
-Mikið betri exclusive leikir. Til að byrja með hafði 360 yfirhöndina hér og það var einmitt ástæðan fyrir því að ég fjárfesti í henni. Nú hefur þetta hinsvegar gjörsamlega snúist við. Dæmi um leiki sem hafa komið á PS3 síðasta rúma árið:
Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots:
Valinn besti leikur ársins 2008 af flestum miðlum, er með 94 að meðaltali á Metacritic.
LittleBigPlanet:
Einhver sniðugasti og frumlegasti leikur síðustu ára. Með 95 í meðaleinkun á Metacritic. Framhald er í vinnslu.
Killzone 2:
91 í meðaleinkun á Metacritic.
Infamous:
85 meðaltal hjá Metacritic
Demon's Souls:
Hardcore RPG aðdáendurnir hafa verið að missa vatn yfir þessum. Var valinn besti leikur ársins 2009 af Gamespot. 89 að meðaltali á Metacritic.
Uncharted 2: Among Thieves
Hefur verið valinn besti leikur ársins af flestum leikjamiðlum og af góðri ástæðu. Persónulega finnst mér þetta besti leikur þessara kynslóð leikjatölva, gjörsamlega ótrúlegur í alla staði.
Leikir sem eru væntanlegir eru meðal annars God of War III, MAG, Heavy Rain og The Last Guardian. Ég sé ekki neitt spennandi á leiðinni á Xbox 360 fyrir utan kannski Mass Effect 2 (sem líklegt er að komi líka á PS3) og Alan Wake. Það virðist allt snúast um DLC þessa dagana á 360, einhverjar lame viðbótir við Halo os.fr. Nei takk….
Mig langaði bara að hleypa smá lífi í þetta áhugamál með þessari grein og spyr ykkur, sem ennþá haldið upp á Xbox 360 að þessu; Af hverju?
Er það bara af því að þið keyptuð 360 snemma og hafið ekki efni á PS3 eða er einhver önnur ástæða fyrir því? Nú er ég ekki að reyna að vera leiðinlegur, mig langar í alvöru að vita þetta.