Það er á leiðinni jarðskjálftaleikur fyrir Playstation 2 sem ber nafnið ,,Zettai Zetsumei Toshi“ eða ,,Óttaslegin borg” eins og það myndi eiginlega þýða á íslensku.
Hann fjallar um ungan fréttamann sem er á ferð í nýja starfið sitt í framtíðarborg rétt fyrir utan strendur Tókíó og nema hvað, þegar hann er nýkominn skellur á jarðskjálfti og allt fer í rúst. Síðan gengur leikurinn út á að komast heill aftur á meginlandið. Það er hinsvegar hægara sagt en gert - maður þarf að huga að því að þjást ekki af vatnsskorti og svo eru nóg af eftirskjálftum til að hita upp í kolunum. Mikið er um þrautir og aðstæður sem þarf að yfirbuga sem og fólk sem hann gæti þurft að bjarga.
Hljómar mjög vel - og gæti orðið alveg geðveikur leikur.
En hann gæti líka orðið rusl.
Hvað finnst ykkur?
efni sótt í <a href="http://thegia.com/psx2/zettai/zettai.html“>grein</a> á heimasíðunni<a href=”http://thegia.com">The Gaming Intelligence</a>
eftir Ray Barnholt
[Rosalega góð síða, endilega kíkið á hana;>]
~cucula