í dag hringdi ég í Elko, eftir að hafa athugað á BT.is og Elko.is eftir verði á xbox360 tölvunum í dag og ekki finna neitt, þar sagði við mig ungur maður að Xbox væri ekki til sölu á íslandi lengur?
ég er búinn að vera að basla við þetta og komst að þvi að það er mun hagstæðara eins og hann sagði að panta þetta bara. Annars er gamestöðin að fá tölvur í vikunni og hún kostar 64þús ásamt tveimur notuðum leikjum minnir mig
Verslanir á íslandi hættu að selja hana vegna þess hvað tölvurnar eru gjarnar að bila, og þar sem hvað Microsoft varðar þá hefur xbox 360 ekki verið gefin út á Íslandi og því bæta þeir ekki bilaðar eða ónýtar tölvur frá verslunum. Því hafa verslanir væntanlega stórtapað á þessari tölvu og í kjölfarið hætt að selja hana. Mjög sorgleg staða þessarar annars frábæru leikjatölvu hér á landi.
Eins og aðrir hafa sagt þá er besti díllinn að kaupa hana á amazon.co.uk. Þegar þú ferð í checkout þá er hún aðeins ódýrari þar sem þeir fella niður hluta af söluskattinum.
Heyrðu var bara aðeins að spá, hvað myndi það kosta að fá senda xbox 360 til landsins, bara tölvuna sjálfa heldurðu? Og já, hvaða tölvu er best að fá sér, hver er munurinn á pro, elite, arcade og öllu þessu dóti?
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'
ég veit ekki með sendingarkostnað, toll og skatt. En hvað varðar hvaða tölvu er best að fá sér þá fer það bara eftir því hversu stórann harðan disk þú vilt fá. Allar vélarnar eru eins að öllu öðru leiti (fyrir utan að Elite er svört á litinn). Best væri auðvitað að fá sér Elite afþví þar færðu stærsta harða diskinn. Ég vill alltaf geta instalað leikjunum sem ég spila á tölvuna til að þurfa ekki að hlusta á suðið í geisladrifinu og í það þarf maður hdd pláss (ca. 5 gb á leik).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..