Einungis NTSC GameCube tölvur hafa möguleika á progressive scan, sem er nauðsynlegt ef tengja á í tölvuskjá með VGA. Þar fyrir utan verðurðu að komast yfir component kapla sem búið er að modda í VGA kapal.
Þetta er reyndar einmitt sú staða sem ég var í þegar ég keypti mér GameCube á sínum tíma; vildi bara spila hana á tölvuskjánum mínum svo ég fengi 480p myndgæði. En þetta eru skilyrðin fyrir því. PAL GameCube tölvur gátu ekki svissað í progressive scan og meira að segja var tengið á amerísku tölvunum fjarlægt undir það síðasta.
Bætt við 26. september 2009 - 01:31
Smá viðbót; Að ég held allir Resident Evil leikirnir styðja ekki progressive scan og er því ekki hægt að spila þá á tölvuskjá í gegnum VGA, bæði á NTSC og PAL kerfum. Resident Evil 4 var sá eini sem bauð upp á progressive.